Author Archives: Guðjón E. Hreinberg

About Guðjón E. Hreinberg

Alinn upp með hundum og hefur lært af færum hundamönnum hérlendis og á Írlandi. Hundahvíslari lætur ávallt hundana hafa síðasta orðið um hvaða aðferð henti best.

Af hundasorg og menningarhegðun

img-coll-1653

Ég hef séð tík syrgja hvolpana sína, hvern og einn einasta. Ég hef séð tík fagna hvolpi tveim árum eftir að hún missti hann. Ég hef séð hund syrgja kött sem bjó á sama heimili og varð fyrir bíl. Hann hjálpaði til við að grafa hann, og það var fest á mynd. Ég hef oft séð hund fara til manneskju með hjartasár og sleikja þar sem hjartað er og síðan … Lesa meira


Bannaðar tegundir og viðurkennd fræði

img-coll-0478

Á hverju ári eykst reynslan innanlands og margt sem mætti skoða. Sumar tegundir komast í fréttir fyrir bit en aðrar ekki og ræða mætti hvað ræður valinu á því. Í þessu samhengi mætti minnast á að Þýski fjárhundurinn (Sheffer) er áreiðanlegasta barnapía sem til er í hundaflórunni en margir halda að tegundin sé mannýg. Þá mætti benda á að margir reyndir þjálfarar hafa kynnst bönnuðum hundategundum og treysta sér til … Lesa meira


Félag ábyrgra hundaeigenda og Rjómi

img-coll-0436

Margir kannast við hundaskólann Míó Minn sem Freyja Kristinsdóttir Dýralæknir stofnsetti, og af góðu einu. Freyja hefur verið dugleg að vinna að heilbrigðu hundahaldi á mörgum sviðum, sem dýralæknir, hundaþjálfari og manneskja og getið sér gott orð. Margir tóku eftir baráttu hennar á sínum tíma fyrir rýni í óheilbrigða skattlagningu á hundaeign, á vegum dýraeftirlits í Reykjavík og að hún mætti talsverðu ofbeldi af hálfu Borgarinnar fyrir vikið. Nú er … Lesa meira


Af naglasnyrtingum og klóklippingum

User comments

Var að klippa neglur (klær) í morgun. Er soldið montinn yfir hvað það gengur alltaf vel. Þegar ég tek klippurnar úr skúffunni setja þau sig flest í stellingar og ég get alltaf haldið klónni á milli tveggja fingra. Lykillinn að því að klippa klær, er Ljúfi að þakka, en honum var mjög illa við naglasnyrtingu þegar ég eignaðist hann. Við unnum saman í þessu, þar til hann var tilbúinn að … Lesa meira


Að mismuna hundafólki

img-coll-0867

Þegar maður fær sér hund er ætlast til þess að skrá hann. Er það vel og ekkert út á það að setja. Sjálfsagt er að hundur sem fylgir fjölskyldu sé skráður og fylgt þeim reglum sem skráning tiltekur. Ætlast er til að hundar séu ormahreinsaðir árlega. Hvolpar séu bólusettir tvisvar til þrisvar fyrsta árið, árlega næstu tvö og eftir það annað hvert ár. Margt fólk er ómeðvitað um þá félagslegu … Lesa meira


Eltingaleikur við ljósgeisla

2008-09sep-004

Sumt fólk hefur skemmt sér við að láta hvolpa – og jafnvel kisur – elta ljósgeisla. Bæði má nota til þess ljósbendil (laser ljós) eða vasaljós. Í öllum tilfellum er þetta vont fyrir hundinn. Hundurinn hefur ekki hugmynd um hvaðan ljósið kemur. Hann getur ekki náð þvi og úr verður hamagangur sem getur orðið að ástríðu. Þetta er vel þekkt vandamál í hundaþjálfun, að mismikla vinnu getur tekið að venja … Lesa meira


Samræður við hund er í báðar áttir

2009-08agu-054

Margur missir af því hvað það er að eiga samfélag við hunda því þeir eiga hunda. Flestir hundar liggja rólegir á uppáhalds fletjum sínum, eru teknir út að gera þarfir sínar þrisvar til fimm sinnum á dag, fá útivist vikulega og fá að vera vinalegir við gesti. Hundar sem æfa vinnu af því tagi sem við ástundum eignast allt aðra sýn á daglega tilveru. Þeir læra að fara með eiganda … Lesa meira


Tónfræði hópsins

birta-med-katu

Það er langt síðan ég átti einn hund og svo langt síðan að ég man varla lengur hvernig tilfinning það er. Þó kemur fyrir að ég sakna þess, en sjaldan lengur en sekúndubrot. Því ef ég myndi sakna þess í raun og veru myndi ég ekki vilja eiga þær persónur sem deila lífi mínu. Þvílík móðgun það væri þeim. Hvernig getur nokkur maður hugsað sér líf án hunds? Ég reyndi … Lesa meira


Ég átti að hlusta

img-coll-0485

Fyrir þrem árum síðan sýndi Salka mér það hversu klár hún er og ég er reglulega minntur á það. Hún er klárasti leitarhundur sem ég hef þjálfað. Það er ótrúlegt hversu klár hún er sérstaklega ef miðað er við hversu þjálfun hennar hefur mætt afgangi. Hún fer á æfingar á margra vikna fresti og yfirleitt æfð pínulítið í hvert sinn. Fyrst ég á annað borð átti þennan hund þá var hún … Lesa meira


Vika á dauðadeild

img-coll-1611

Þegar hundur á Íslandi er fangaður fer hann á dýrahótel í viku. Eftir það má svæfa hundinn. Hér segir enginn neitt við þessu. Hér eru engin dýraathvörf. Hér er enginn sem stendur vörð um dýravelferð nema kannski ein rödd? http://www.dw.de/romanian-stray-dog-law-draws-cries-of-overkill/a-17139201 Ég skelli til gamans inn tenglinum hér fyrir ofan. Í Rúmeníu eins og í víða í löndum við Svartahaf og Miðjarðarhaf er mikið af flækingshundum. Þeir valda oft ýmsu ónæði … Lesa meira


Ormar og sjálfstætt fólk

img-coll-0822

Í kaupstað býr mikið af fólki með hunda sem veit hvernig hundurinn sinn er og ennfremur fólk sem treystir hundinum sínum og ekki síst fólk sem býr eitt heiminum. Þetta er fólkið sem sleppir hundinum sínum lausum út í garð. Margt af þessu fólki fer út með hundinn án taums eða arkar um svæði þar sem annað fólk er með dýr og hagar sér eins og heimurinn sé þeirra einka. … Lesa meira


Hugsanir hunda

img-coll-1043

Þegar ég var krakki bjó ég í sveit hjá ömmu minni. Áður hef ég ritað um hvernig unglingsárunum var eytt í félagsskap Loppu frá því ég var tólf til átján. Ef ég var úti við var ég með henni við leik og störf. Það var mitt hlutverk að reka úr túnum og meðan amma hafði kýr sá ég um að reka þær í haga og sækja þær til mjalta. Amma … Lesa meira


Norðurhópur

Nú er í boði að æfa leitarhunda á norð austur landi. Fyrsta æfing vetrarins var áætluð 14. september (2013) en aflýsa varð vegna veðurs. Þrátt fyrir veður var þó einhver mæting á móttsstað og tækifærið notað til að spjalla um hundaþjálfun. Afráðið er að fram eftir vetri verði boðið uppá æfingar klukkan 14:00 hvern sunnudag. Því er hundasport.is nú með tvo æfingahópa í gangi í vetur.  


Átta sinnum fjórir

img-coll-1504

Fyrir tveim árum síðan átti ég í orðaskaki við mann. Hann stóð gleiður fyrir framan mig úti á miðri götu og segir „ég hef átt hund í tólf ár, ég veit vel hvernig þeir eru.“ Fimm mínútum fyrr hafði ársgömul tík losnað úr taum hjá mér. Hún hafði í ógáti smokkað af sér hálsbandinu eins og stundum gerist með hvolpa. Hún rauk að grindverki á garði þar sem var eldri … Lesa meira


Tennur og bein

img-coll-0752

Það er með hálfum hug sem ég skrifa þessa grein, því ég veit ekkert um tennur og bein, utan þess að bein eru stoðkerfi líkamans og tennur bryðja matinn og að þær þarf að bursta kvölds og morgna (mannfólk). Greinar mínar um heilbrigði fjalla þó ekki um vísindalega þekkingu heldur reynslu og hef ég  einhverja reynslu af tönnum og beinum. Þegar ég eignaðist minn fyrsta hund vissi ég ekkert um tannhirðu … Lesa meira


Fótasveppur og húðmein

img-coll-1620

Fyrst þegar upp kom fótasveppur í hópnum brá mér í kross. Enda er ég viðkvæmur þegar dýraheilbrigði er annars vegar og dálítill álfur út úr hól þegar kemur að ýmsum kvillum. Á ég þá við að ég hef ekki lesið mér mikið til um dýramein og dýraheilbrigði og kýs að treysta læknum frekar en eigin innsæi. Þetta er þó að slípast til. Ljúfur var fimm ára þegar hann fékk fótasvepp … Lesa meira


Blóðeyrað

img-coll-1046

Í júní sumarið 2012 fékk einn hunda minna blóðeyra. Ég hef aldrei verið duglegur að lesa mér til um dýraheilbrigði og ekki talið mig þurfa þess. Á Íslandi er mikið af dýralæknum og yfirleitt vel menntuðum svo það er stutt í góða þjónustu og ráðleggingar. Þjónusta dýraspítala er yfirleitt afbragðsgóð. Þá sjaldan að heyrist af slæmri þjónustu hefur við nánari rýni reynst um að ræða fyrirbæri sem nefnist „mannleg mistök.“ … Lesa meira


Veturinn 2013 til vors 2014

img-coll-0899

Æfingar hafa gengið vel síðasta hálfa árið. Verið bæði reglulegar og einkennst af góðum framförum hunda (og mannfólks). Líklega verða æfingar á höfuðborgarsvæði í vetur með líku sniði og undanfarna mánuði, að æfingadagskrá sé ekki skipulögð fyrirfram. Reynslan síðustu árin hefur kennt okkur að æfingadagskrá sé valin lýðræðislega frá æfingu til æfingar. Þó ótrúlegt megi virðast hefur þessi háttur gefist okkur mjög vel. Yfirleitt tekur fimm mínútur í lok hverrar … Lesa meira


Að lesa hund

img-coll-0821

Þegar ég eignaðist Kátu vissi ég ekki neitt. Ég var svo heppinn að búa að tvennu. Að hafa alist upp í sveit og lært að virða dýrin og að þekkja mann sem hafði þjálfað tvo hunda. Auk þess hafði ég umgengist um tíma tvær fjölskyldur á Írlandi sem þjálfuðu hunda markvisst, og lært margt af þeim. Ég áttaði mig fljótt á því að ég gæti lært margt af bókum og … Lesa meira


Matarvenjur

img-coll-0499

Eitt af því erfiðasta fyrir hundafólk er hundamaturinn.  Á að vigta eða ekki vigta? Á að gefa fæðubótarefni eða ekki? Á að gefa matarafganga eða ekki? Hvaða bein má gefa og mega þau vera soðin eða ósoðin? Hvaða nagbein eu best og hversu oft á að gefa þau? Hvaða vörumerki er best í dýrafóðri? Allra erfiðast eru matarvenjur. Reyndur leiðbeinandi sagði mér á fyrstu árum mínum í hundalífi, að ef … Lesa meira


Fallegt sakleysi

IMG_0268

Stundum koma þessar litlu stundir í lífi með hundi. Stundir sem minna á að hundur á innra líf, rétt eins og við mannfólkið. Hver hefur ekki horft á hund dreyma? Þetta er ein ástæða þess að við getum þjálfað hunda, því við vitum að þeir hugsa um það sem þeir læra. Annars myndu þeir ekki lærdóminn. Ljúfur er öldungurinn í hópnum og þekktur að sérvisku. Ég hef það eftir honum … Lesa meira


Eigendasamningur hunds

HUNDASAMNINGUR

Við höfum gert uppkast að eigendasamningi hunds. Samningurinn er settur upp bæði í Acrobat (pdf) sniði og sem  mynd sem prenta má út. Gott er fyrir alla hundaeigendur hafa í huga þá þætti sem hér koma fram. Þegar við tökum að okkur hvolp eða hund er margt sem hafa þarf í huga. Hvert einasta dýr sem lifir á okkar ábyrgð á rétt á lágmarks umönnun og að gert sé ráð … Lesa meira


Hundamistökin

img-coll-0826

Mér hefur alltaf þótt snilldin áhugaverð. Sérstaklega hjá öllum hinum, en þó kannast ég vel við hana hjá sjálfum mér. Allir hundaeigendur vita best og kunna best. Enginn þeirra tekur tilsögn og enginn þeirra gerir mistök. Hver einasti hundamaður með reynslu veit nákvæmlega hvað er rétt, hvers vegna það er rétt, hvernig á að gera hluti og hvað á ekki að gera. Umfram allt veit hann hvað sé góða hundafólkið … Lesa meira


Vinnupróf eða vinnugleði

Sunna er efnaleitarhundur og var á umræddri æfingu.

Á æfingu gekk hundapar inn á svæðið sem var í útivist og vissi ekki af æfingunni. Þetta er þó ekki í frásögur færandi. Við völdum þetta æfingasvæði af tveim ástæðum, annars vegar því við ætluðum að æfa spor þennan dag (svo allir hundar voru í taumi) og hins vegar því við vildum æfa þar sem búast mætti við áreiti útivistarfólks. Hluti þess að æfa hunda er að kenna þeim að … Lesa meira


Hundaheilsubót

2009-08agu-053

Að vita af gæludýri á heimili hefur róandi áhrif á fólk. Hefur þetta verið mælt í ýmsum rannsóknum og hefur svipuð áhrif á alla aldurshópa. Smám saman færist í vöxt að fólk á hjúkrunar- og elliheimilum fái hunda og kisur í heimsókn. Slíkt hefur mælanleg áhrif á bata og batahraða. Einnig færist í vöxt tilfelli þar sem sálfræðingar nýta þessi áhrif fyrir fólk í samtalsmeðferðum. Þá hefur er því haldið … Lesa meira


Sameiginlegt áhugamál

img-coll-1042

Ljúfur hefur æft leitaræfingar síðan haustið 2007. Salka hefur æft síðan í árslok 2008. Hann var tveggja ára þegar hann hóf æfingar og því var spáð að hann gæti aldrei orðið leitarhundur. Hann er því ósammála. Salka var rétt um hálfs árs þegar hún tók sína fyrstu æfingu. Þau hafa prófað paraleitir, þar sem þau leita samtímis og skipta sjálf með sér svæði með góðum árangri. Það kemur fyrir að … Lesa meira


Kisa eltir hunda

snati

Myndbandið sýnir Snata að elta Ljúf og Sölku. Snati er kisa sem fæddist á heimilinu. Ljúfur sem er Þýskur fjárhudnur leyfði honum að kúra hjá sér þegar Snati var kettlingur. Salka sem er Labrador blendingur leyfði honum að fara á spena hjá sér eftir að læðan vandi kettlingana af spena. Ljúfur og Salka eru bæði þjálfuð í víðavangsleit og sporaleit. Auk þess geta þau leitað saman í leitarsvæði. Snati getur … Lesa meira


Hundasálfræðin

220520123000

Ljúfur fór til hundasálfræðings vegna vandamáls. Þegar hópnum er gefið bein fá allir nóg. Beinum er dreift á gólfið og er þá gefið eitt eða tvö afgangs. Tíkurnar hamast í að sópa til sín því sem þarf og er passað að engin sé útundan. Ljúfur leyfir þeim að stela af sér beinum, setur sjálfan sig afgangs, fer jafnvel fram í forstofu. Eftir því sem hjá líður laumast hann á milli … Lesa meira


Hundar og pissutími

210520122978

Tíkur geyma piss alveg og rakkar en eftir öðru mynstri. Tík sem er að lóða merkir sér hverfið rétt eins og rakki gerir. Hún setur lyktarbletti hér og auðveldar þannig rökkum á stórsvæðinu að finna sig. Þannig getur hún eignast afkvæmi. Tík sem er ekki í lóðastandi né nærri því, fer út og pissar vænan pol. Hún á þó alltaf eitthvað piss eftir og gæti hæglega farið strax út aftur … Lesa meira


Trú, Traust og Táknmál

Leitarhundur

Stóru stoðirnar þrjár í hundaþjálfun eru trú, traust og táknmál. Ef þú vilt fá hund þinn til einhvers, en trúir ekki að hann geti það – eða að þú getir framkallað það – þá mun það aldrei gerast. Sjálfur hef ég séð hund standa í stað, á vikulegum æfingum, í marga mánuði. Foringi hans stillti upp æfingu í hverri viku, með eitt markmið í huga. Eftir fjóra mánuði fattaði hundurinn … Lesa meira


Víðavangsleit

220520101050

Víðavangsleit I. Markmið: Hundurinn lærir að finna týnda manneskju (fígúrant) í 15 til 300 metra radíus og láta foringja sinn vita (markera) og vísa á fígúrant. Víðavangsleit II. Markmið: Hundurinn víkkar út leitarsvæðið í allt að 500 metra radíus í leit að fígúrant, og markerar 1 til 3 manneskjur. Víðavangsleit III. Hér eftir þarf að viðhalda æfingum svo lengi sem hundurinn á að vera í formi. Markmið: Hundurinn leitar á … Lesa meira


Sporaleit

2009-09sept-007

Sporaleit samsvarar Spori I til III eins og hún er kennd hjá HRFÍ. Nokkur munur er þó á því hvernig við æfum spor miðað við aðra. Við notum nærri alltaf fígúrant við sporaleit og verðlaunum bæði með nammi og leit þegar fígúrant er fundinn. Algengt er að sporhundar séu æfðir án fígúrants t.d. geta menn lagt sín eigin spor fyrir hundinn og æft hann þannig í spori án þess að … Lesa meira


Snjóleit

080320122648

Við æfum ekki Snjóflóð heldur eingöngu Snjóleit. Það er ekki ósvipað víðavangsleit. Týndi maðurinn er falinn á svipaðan hátt nema hulinn í snjó eða snjósköflum. Er þetta fyrirtaks grunnur fyrir fólk sem stefnir á snjóflóðaleitir síðar. Hundar sem vilja fara æfa snjóflóð ættu að æfa með Björgunarsveit. Ástæðan er öryggissjónarmið. Til að geta æft erfiðari snjóflóðaleit þarf að viðhafa vissan öryggis viðbúnað og aðstæður. Til að mynda þarf að hafa … Lesa meira


Hverfaleit og rústaleit

230320122716

Hverfaleit með hundi  er æfð í iðnaðarhverfi og hundurinn hafður í Flexitaum allan tímann sem hann vinnur. Þegar hundurinn er langt kominn er öðru hvoru æft í íbúðahverfi. Rústaleit er í raun annað form á Hverfaleit og lagður grunnur að henni í sumum iðnaðarhverfum. Hundur sem hefur staðið sig vel í Hverfaleit klárar yfirleitt Rústaleit mjög vel. Sérstaklega ef hann er duglegur í víðavang. Við hefjum þessar æfingar oftast á … Lesa meira


Efnaleit

DSC01229

Efnaleit er í grunninn sú sama og æft er með fíkniefnahundum. Hundurinn er þjálfaður upp í að leita að tilteknum efnum og vísa á hvar þau séu falin. Við notum efni úr eldhúsinu og hver Efnaleitarhundur lærir á tvö til þrjú efni. Að öðru leyti er um samskonar vinnu að ræða og hjá fíkniefna-hundum, aðeins þarf að bæta við nýjum efnum. Þetta eru æfingar sem hægt er að stunda heima við en … Lesa meira


Almennt um þjálfun leitarhunda

2009-04apr-113

Sé stefnan sú að hundur fari í björgunarsveit síðar, væri æskilegt að hann sé innan við tveggja ára þegar hann byrjar þessar æfingar. Sé ætlunin að hann æfi einungis hjá Hundasport má hann vera eins gamall og hann vill. Þá er hæpið að hvolpur byrji fyrir sex mánaða aldur. Mikill fagmetnaður er í æfingum okkar enda miklar kröfur gerðar til leitarhunda og eigenda þeirra. Æfingahópurinn æfir eftir sömu kröfum og … Lesa meira


Almenn hugtök í hundaþjálfun

2008-07juli-017

Bondering Er sú tenging og traust sem myndast milli manns og hunds. Því sterkara bond því betri árangur í þjálfun. Fígúrant Lifandi manneskja sem notuð er í feluleik við hundinn. Séður fígúrant Sama og Fígúrant nema hundurinn sér hann áður en hann felur sig og þá hvar. Vinna hundsins felst því ekki í að finna hann heldur vísa á hann. Falinn fígúrant Fígúrant sem felur sig og bíður þess að … Lesa meira


Rétt notkun á rafmagns hálsól

Untitled-1

Leiðbeinandi hjá “In the doghouse” sýnir rétta notkun á rafmagns hálsólum. Myndskeiðið tekur um eina mínútu, en frekari útskýring er óþörf. Ef þú efast ennþá: Settu ólina á þig, og láttu maka þinn þjálfa þig í einn dag.


Hin dökka hlið hundaþjálfunar

2008-09sep-034

Til eru mismunandi stefnur í hundaþjálfun og eru þær allar réttar. Hver einasti hundaþjálfari, sem ástundar þjálfunar stefnu, veit með vissu að allar hinar eru rangar. Svo er einnig um hina þjálfarana. Eins og alkunna er þá er samfélag okkar lítið og nú er ein stefna í tísku og hinar í felum á meðan, því landið er svo lítið. Gott og blessað, þannig er bara landið okkar. Að sjálfsögðu vita … Lesa meira


Lesefni

Fjárhundurinn

Það er til mikið efni um hunda og hundaþjálfun; Þriðja elsta áhugamál mannkynsins. Við hjá Hundasport mælum með eftirtöldu efni: The Farmers dog eftir John Holmes. Fjárhundurinn (íslensk þýðing á “The Farmers Dog”) The hidden life of dogs eftir Elizabeth Marshall-Thomas) Einkalíf hunda (Íslensk þýðing á “The hidden life of dogs”). The art of raising a puppy (The monks of New Skete) Myndbönd og bækur hundahvíslarans, Cesar Millan. Íslensku þýðingarnar … Lesa meira


Lotukerfið

080320122643

Til að gera þjálfun markvissa vinnur hver hundur í lotum. Hver lota er 12 æfingar og leiðbeinandi skrásetur þessar æfingar. Ekki er skylda að mæta vikulega, og dreifa má lotum á heilt ár. Hver lota kostar 6.500 kr. Þegar hundur byrjar í reglulegri þjálfun eignast hann vinnubók. Leiðbeinandi metur í byrjun hvar hundurinn er staddur – í samráði við eiganda hans. Hundinum eru sett markmið fyrir hverja lotu – aftur … Lesa meira


Æfingalotur

2008-08agust-022

Á vetrum Á vetrum er vikulegur æfingatími á hverjum sunnudegi kl. 13. Misjafnt er á vetrum – eftir veðri og vindum – hvort vikuæfingin sé innanbæjar eða utan. Enn fremur er leiðbeinandi tiltækur á hverjum miðvikudegi kl. 1900 fyrir þá sem vilja aukaæfingu. Sú æfing er ávallt innanbæjar og er þá styrkt fimi, hverfaleit, hlýðni, fimi og annað sem þykir viðeigandi fyrir hvern hund. Á sumrin Við æfum vikulega á … Lesa meira


Hundarækt

Forvitin hreinræktuð Sheffer tík

Á persónulegu nótunum Ég var alinn upp á sveitabæ þar sem ég lærði að vinna, að umgangast dýr og umfram allt: Átti góðan vin í mörg ár sem hét Loppa. Á vænum voru stundaðar kynbætur með sauðfé árum saman, bæði með stofninn heima og í nánu samstarfi með bónda á þarnæsta bæ. Báðir stofnarnir voru ræktaðir samhliða og var einnig víxlað á milli þeirra. Eftir því sem árin liðu lærði … Lesa meira


Litlu hlutirnir

Eigum við að ræða eitthvað um gúmmíbolta?

Eitt sinn sagði kona við mig “þú ert með hunda til að fá útrás fyrir stjórnsemina”. Henni fannst ég stjórnsamur og var sannfærð um þetta. Vafalaust er ég stjórnsamur þó mér finnist það ekki. Við sem höfum sterkar skoðanir virkum oft þannig. Mér fannst þetta fyndin fullyrðing hjá konunni, því hún tók ekkert mark á útskýringum mínum. Ég er með hunda því ég elska þá. Þegar ég lít í augu … Lesa meira


Myrkraleit

Salka kemur úr skógarleit

Það er gott fyrir reyndari hundana að fá myrkravinnu og er hún ekki síður skemmtileg: að hundurinn verður að nota nef og eyru, bæði til að finna falda manninn (fígúrant) og síðan að finna foringja sinn í leitarsvæðinu. Myrkraleit er aðeins fyrir hunda sem hafa klárað fjórar lotur að lágmarki. Einnig reynir það á foringjan hundsins að hann sér ekki hvernig hundurinn er að vinna og neyðist því til að … Lesa meira


Leikur, virðing, vinátta

Ljúfur og Salka skoða nýfæddan Kettling

Vinátta Hundur er rándýr með tilfinningar, rétt eins og við. Þeir hafa gaman af að elta bráð, drepa hana og éta, rétt eins og við. Hundar elska fjölskyldu sína og vini, rétt eins og við. Hundar hafa skoðanir á málefnum (s.s. boltum, kisum, …) og þeir hafa flókin samfélagstengsl, rétt eins og við. Hundar hafa gaman af að leika sér, jafn mikið og við. Þú hefur gaman af að tala … Lesa meira


Orgía

2009-10okt-103

Sá sem þetta ritar hefur kynnst æfingahópum, leiðbeinendum, innlendum námskeiðum og hundafélagsskap af ýmsum toga. Oft hef ég skammast mín fyrir að tilheyra þeim stóra hópi fólks sem hefur hundarækt og hundaþjálfun sem áhugamál. Gegnumsneytt eru ríkjandi svo neikvæð viðhorf í mörgum þessara hópa að manni finnst nóg um: Rígur á milli manna. Neikvæður rógur um aðra. Rógburður um fólk sem rógberinn þekkir ekki neitt. Sláandi yfirlýsingar um “hvernig á … Lesa meira


Banna hundategundir

Tveir hundar í áflogum

Sumar hundategundir eru bannaðar með lögum frá Alþingi. Þetta eru stórir hundar sem ræktaðir eru sem varð- og árásarhundar. Það er ekki tilefnið hér að gagnrýna lagasetningu Alþingis. Í dag birtist forsíðugrein á Fréttablaðinu sem skoða mér Hér. Þar er fjallað um skoðun Hundaræktarfélags Íslands (HRFÍ) á hundahaldi og hundamenningu á landinu. Við lesturinn fær maður á tilfinninguna að HRFÍ hafi eitthvað að gera með lög og reglur um hundahald … Lesa meira


Vandamála hundurinn

190720123141

Ég hef ekki lengur tölu á þeim vandamála hundum sem ég hef hjálpað. Stundum er hringt í mig sem leiðbeinanda hjá Hundasport – símanúmerið mitt er víða á vefsíðunni. Stundum er hringt í mig því einhver sem áður hefur leitað til mín vísar á mig. Stundum er það einhver úr kunningjahópnum. Það er til haugur af góðum ráðum til að hjálpa hundum sem eiga erfitt. Sumir hundar gjamma á ókunnuga. … Lesa meira


Móðursýkin

2008-03-mar-091

Eitt Einu sinni kom tík til mín í pössun yfir langa helgi. Eigandinn vildi komast með konu sinni í helgarferð. Börnin voru hjá ömmu og afa en tíkin kom til mín. Hún var þá átján mánaða. Ég átti bara einn hund það árið og var það tæplega ársgömul tík. Frá því gesturinn kom inn fyrir dyrnar og þar til hún fór fjórum dögum síðar var stöðugur leikur í gangi. Þær … Lesa meira


Ást

2010-07jul-106

Hundurinn þinn elskar þig, aldrei máttu efast um það. Þú elskar hundinn þinn jafn mikið og þú elskar sjálfan þig. Þegar þér líður illa, og fyrir kemur að þér líður illa án þess að taka eftir því, mun hundinum bæði líða illa og kenna sjálfum sér um þína vanlíðan,. Hundurinn mun reyna eins og hann getur að líkjast þínum innri manni. Sértu grimm sál, sama hversu vingjarnlegur þú ert við … Lesa meira


Hundaofbeldi

2008-06juni-3304

Við erum líklega öll sammála um að rangt sé að beita hunda og önnur dýr ofbeldi. Það er ljótt að sjá manneskju misþyrma besta vini sínum, í tilgangslausu reiðikasti. Það er líka ljótt að breiða út lýgi um aðra, að segja að hinn eða þessi berji dýrin sín sé það ósatt. Hundar geta ekki sagt ósatt en fólk kann það. Hundar sýna ávallt á atferli sínu ef þeir eru beittir … Lesa meira


Að þjálfa hundinn sinn

img-coll-1575

Hundar eru krútt, á því leikur enginn vafi og það er gaman að þeim. Þeir eru alltaf í góðu skapi, þeir elska að kúra, leika og að fara í útivist. Þeir fyrirgefa auðveldlega og fylgja manni skilyrðislaust. Síðustu ár hefur hundaeign aukist mjög í borg og bæ á Íslandi. Mikið hefur verið innflutt af smærri tegundum sem henta vel í kaupstað. Foreldrar vilja að börn sín kynnist dýrum og læri … Lesa meira


Hundanudd

Hvers vegna hundanudd? Það eru margar ástæður fyrir því að við vildum taka fyrstu skrefin í hundanuddi. Íþróttafólk þekkir vel það álag sem það er á sinar og vöðva að taka á sprett án upphitunar. Alls kyns kvillar geta komið upp í líkama sem reynir mikið á sig. Nudd er almennt séð best heppnaða aðferðin til að bæði laga kvilla sem koma upp hjá íþróttafólki og sem fyrirbyggjandi aðgerðir. Við … Lesa meira


Feluleikur við hund

2007-09sept-053

Það koma þessar einstöku stundir á æfingum sem gera þetta allt saman, enn skemmtilegra, og er þó skemmtilegt fyrir. Það er sérstök manngerð sem stundar svona þjálfun. Manngerð sem fílar að standa úti, í öllum veðrum, með öðru skrýtnu fólki, og horfa á hund finna týndan mann. Þegar leitarhundar fá þjálfun er aðeins einn hundur að vinna í senn, og allur hópurinn fylgist með hverjum hundi. Fyrir flesta er þetta … Lesa meira


Kanntu á keðjuól?

chain-choke

Við mælum með grein „Hunda-Hönnu“ um notkun keðjuólar. Eins og þáttakendur hjá Hundasport vita, þá mælum við gegn notkun keðjuólar að öllu jöfnu. Við notum ekki svona hálstau á hunda. Stöku sinnum leiðréttum við vonda hegðun með keðju, en aðeins ef aðrar aðferðir hafa reynst gagnslausar. Í öllum tilfellum sem við notum svona ólán, er það gert af yfirvegun og ítrustu varkárni. Um hve varasöm keðjan er best að lesa … Lesa meira


Margir hundar

img-coll-1653

Mín ástríða fyrir hundum nær til þjálfunar. Að eiga hund – fyrir mér – er meira en að eiga gæludýr. Hundurinn verður að fá verkefni, vinnu og þjálfun. Ég og hundurinn hljótum að eiga samfélag. Þessi ástríða hefur náð svo langt að ég stunda reglulega þjálfun af ýmsum toga. Mest áberandi er leitarþjálfun, sem er bæði krefjandi og gefandi fyrir mann og hund. Frá því ég lærði þessa þjálfun, hefur … Lesa meira


Horft á lyktina

2008-10okt-033

Þegar hundur skoðar heiminn er það meira með nefi en augum. Þetta sést vel á gönguferðum, þegar hundur sér eitthvað áhugavert er trýnið rekið að hlutnum og þefað. Eitt af því sem þú lærir á æfingum er að sjá þegar hundur tekur lykt en það sést á viðbragði hans. Önnur leið sem er notuð til að sjá hvernig nefið stjórnar hundi er á þessa leið: Fáðu hundinn í smá boltaleik. … Lesa meira


Venja við búr

2008-03-mar-269

Þegar hvolpur er vaninn við búr þarf að hafa í huga að “hundum líður vel í búrum”. Vellíðan þeirra kemur af því að þeir “liggja í eigin bæli” og “þeir vita að þú kemur aftur”. Hundur sem venst búri er öruggari, honum líður vel, eigandinn veit líka að ekkert skemmist á heimilinu (eða í bílnum) á meðan. Til langs tíma litið, þá tekst alltaf að venja hund við búr. Um … Lesa meira


Afbrýðisemi

Hundar eru – rétt eins og við – frekar afbrýðisamir. Þú sérð það best ef þú átt fleiri hunda en einn. Þegar einn hundur fær athygli þína kemur hinn og vill vera með. Innan eigin hóps ber minna á þessu. Sá hundur sem ræður mestu í hópnum kærir sig ekki um að aðrir hundar eigi meiri athygli mannsins. Sá sem er lægstur í hópnum sættir sig frekar við það. Ef … Lesa meira


Atferli hunds

Hundar deila sömu þörfum og tilfinningum og við. Þeir eru félagsverur og þrífast á félagskap. Fyrir vikið eru þeir vakandi fyrir samskiptum og eru fljótir að læra bæði eigin viðbrögð og okkar. Eins og öll önnur rándýr eru hundar mjög vakandi fyrir endurtekningum eða mynstrum. Bæði í náttúrunni og í samskiptum. Þeir hafa þróað fíngerð samskiptamynstur og þegar þú fylgist með hundum í hóp þá sérðu fljótlega hvaða mynstur þeir … Lesa meira


Aðskotahlutur í hálsi

Einkennin er augljós þegar að stendur í hundi. Hann hóstar og augun standa á stilkum af skelfingu og hann krafsar með framfótunum í átt að munninum. Þetta er það sem þú átt að gera: Hreinsa munn hundsins. Þvingaðu upp skoltana á honum og líttu inn í kjaftinn. Legðu hundinn á hliðina. Ef þú finnur ekkert sem situr fast í kjaftinum, leggðu þá hundinn á hliðina. Finndu hvar rifbeinin mætast í … Lesa meira


Bæn hundsins

Hugleiddu þetta áður en þú tekur mig að þér. Ég lifi varla lengur en 15 ár. Mér líður illa án þín. Augu mín og látbragð eru mín orð. Gefðu mér tíma og svigrúm til að skilja hvers þú ætlast til af mér. Hrós þitt og umbun er mér sólargeisli, refsing er þungbær. Reiðstu ekki sakleysi mínu, ég vil þér vel. Þú átt atvinnu, ánægjustundir og vini. Ég á bara þig. … Lesa meira


Eigandinn er vandinn

Nokkuð ber á því að fólk losi sig við hunda af ýmsum ástæðum: Vegna ofnæmis, skilnaðar, eða hegðunarvandamála. Sumir hundar fá nýtt heimili, sumir fara á heimilaflakk, sumum er því miður lógað. Reyndu að komast til botns í því hvert vandamálið er, og reyndu að vinna á því. Vandamál má yfirleitt laga með aga, og umhyggju. Oftast eru vandræðin eigendum að kenna, ekki hundinum. Ef hundurinn hæfir ekki þinni fjölskyldu … Lesa meira


Fóðrun

Allir hundaeigendur hafa skoðun á því hvaða matur sé bestur. Sumir hundaþjálfarar segja “verðmiðinn ætti að ráða” og eiga þá við að dýr matur sé yfirleitt betri en ódýrari. Það segir sig sjálft að framleiðendur sem sérhæfa sig í dýrafóðri hafa mikinn metnað fyrir gæðum sinnar vöru. Yfirleitt er hægt að treysta slíku fóðri nokkuð vel. Reynslan hefur sýnt að slíkar vörur eru yfirleitt í dýrari kantinum. Gott er að … Lesa meira


Taumganga

Ganga í taum Innan allra bæjarmarka á Íslandi er skylda að hundar séu alltaf í taumi. Sumir hundaeigendur hafa ánægju af að sýna að þeirra hundi sé treystandi taumlausum. Slík karlmennsa er jafn gæsileg og “rota konur á víðavangi og draga þær heim í hellinn”. Hundur í taumi verður ekki fyrir bíl. Slíkur hundur verður heldur ekki innikróaður af barni og mun því ekki glefsa í það. Engin hætta er … Lesa meira


Gelt I

Hundar gelta til að sýna spennu, gleði eða áhyggjur.  Þeir vara við gestakomum og einnig ef þeim líst ekki á eitthvað. Þrennt er einkennandi fyrir gelt. Að vilja eitthvað, að óttast eitthvað, og leikur (spenna). Í öllum tilfellum er hundurinn í samskiptum. Að gelta er náttúruleg leið fyrir hunda til að eiga tjáskipti, og það getur verið bæði indælt og leiðinlegt.  Það er ekki hægt að láta hunda hætta öllu … Lesa meira


Hirðing

Feldhirðing Ekki þurfa allir hundar lágmarks feldhirðu. Þó finnst þeim gott og líta betur út séu þeir kemdir mánaðarlega. Böðun er góð öðru hvoru. Til að auka gljáa á feldi þarf hundurinn gott fæði og félagslegt öryggi. Margar hundategundir hafa innri og ytri feld sem tvöfaldir kambar ná að kemba vel. Venjulegur hárbursti getur verið ágætur svo og kembihanski. Forðastu að nota skæri því hundar eru kvikir og smá hreyfing … Lesa meira


Hundafimi

Hundafimi er upprunnin í Englandi þar sem hún var fyrst aukagrein á hinni frægu hundasýningu á Crufts. Forsagan að þessari stórskemmtilegu íþrótt var sú að forsvarsmönnum Crufts fannst vanta atriði sem áhorfendur hefðu mikla skemmtun af. Hannaðar voru brautir og tæki sem sambærileg voru hindrunum fyrir hesta og bætt við nokkrum sérhönnuðum fyrir hunda. Til að gera langa sögu stutta þá sló íþróttin í gegn á þessari fyrstu hundasýningu. Ekki … Lesa meira


Hvað er þjálfun

img-coll-1627

Merking orðsins þjálfun táknar allt sem gert er með hnitmiðuðum hætti í þeim tilgangi að skila skilgreindum árangri. Einnig má túlka orðið þjálfun sem endurtekna æfingu á þeim árangri sem stefnt var að í þeim tilgangi að taka framförum og styrkja. Í raun er allt sem þú gerir með hundi einhver tegund þjálfunar. Gönguferðir, inniverra, útivist, æfingar, fimi og hvað sem er. Líka knúsistundir, því hundurinn lærir allt og styrkir … Lesa meira


Móðurlausir hvolpar

Þegar hvolpur fer frá móður sinni og á nýtt heimili, er gott að sjá hann sem munaðarleysingja. Að fóðra munaðarlausa hvolpa eða hvolpa sem eiga móður sem getur ekki framleitt næga mjólk er sérstök áskorun. Eitt ráðið er að flytja hvolpana til annarar tíkar sem getur verið fósturmamma þeirra. Samt sem áður, eru líkurnar á að finna hentuga fósturmóður á réttum tíma eru litlar – best er að hafa samband … Lesa meira


Ofhitnun

thermometer

Nokkuð er spurt: “má ég skilja hundinn eftir í bílnum?” Grundvallar atriðin eru þessi: Sé 25 stiga hiti úti, getur hitinn í bílnum farið yfir 40 stig. Sá hiti er hundinum lífshættulegur og hann getur dáið á rúmum hálftíma. Ef þú átt hund og hefur hann oft í bílnum, skaltu fá þér hitamæli í bílinn. Í mínum bíl er núna mælir sem mælir bæði hitann frammi í og aftur í. … Lesa meira


Leikir og hlýðni

2008-12-des-185

Fyrir hund er fátt meira spennandi en að sækja. Að þjóta eftir bolta, grípa og hlaupa glaður til baka. Bíða eftir að þú kastir aftur og endurtaka. Fyrir kemur í leiknum að í staðinn fyrir að koma til þín með hlutinn, neita hann að gefa þér boltann. Það er hluti af stríðni og að fá aðra í leik við sig. Þegar þú krefst þess að fá hlutinn gæti hann vikið … Lesa meira


Tímasetning

Rétt tímasetning verðlauna er mikilvæg. Ekki láta hundinn bíða lengi eftir verðlaununum – annars getur hann gleymt því hverju þau tengjast. Þegar þú þjálfar skaltu ávallt hafa verðlaun við höndina eða í vasa. Nammið á að vera eitthvað sem hundinum finnst mjög bragðgott. Til eru hundar sem fúlsa við lyfrarpylsu og aðrir sem elska Kavíar. Best er að prófa alls kyns nammi, bæði það sem hentar þér í vasann, og … Lesa meira


Skipanir

Skipun er orð sem hundur tengir við athöfn. Beztur árangur næst ef þú notar skýr og einföld orð sem tengjast einhverju sem hundurinn gerir sjálfur. Með þroska hundsins fer hann að vilja framkvæma skipunina til að þóknast þér. Hundar bregðast við greinilegu handmerki og stuttum ákveðnum skipunum. Forðastu endurtekningar á skipunum, það ruglar hunda. Dragðu athygli hundsins að þér með hreyfingu, hljóði eða lykt af nammi. Líkamstjáning er mikilvægari en … Lesa meira


Smelluþjálfun með Clicker

img-coll-1510

Clicker smelluþjálfun er einföld – og stundum misskiling – tækni sem oft er í tísku. Markmiðið hennar er að hrósa hundi með smellum með þar til gerðu tæki sem vel fer í hendi. Til að ná árangri með Smellu er í fyrstu hrósað með nammi og smellt um leið og nammið er gefið. Síðar er nammið tekið út úr ferlinu og smellirnir duga þá sem hrós. Oft heldur fólk að … Lesa meira


Að ala upp hvolp

img-coll-1107

Margir líta svo á að þjálfun ætti að byrja snemma og aukast síðan rólega. Gott sé að setja sér markmið og halda sig við þau. Ekki má þjálfa hvolpa lengi í einu. Betra er að leika við þá stutt í senn og þá oftar. Athygli hvolps er bundin við örskamma stund og greind hans þarf að þroskast. Mikilvægt er að hafa í huga að fyrsta ár hvolpsins er hann barn … Lesa meira