Vandamála hundurinn

Ég hef ekki lengur tölu á þeim vandamála hundum sem ég hef hjálpað.

Stundum er hringt í mig sem leiðbeinanda hjá Hundasport – símanúmerið mitt er víða á vefsíðunni. Stundum er hringt í mig því einhver sem áður hefur leitað til mín vísar á mig. Stundum er það einhver úr kunningjahópnum.

Það er til haugur af góðum ráðum til að hjálpa hundum sem eiga erfitt. Sumir hundar gjamma á ókunnuga. Sumir hundar kúka eða pissa inni þegar þeir eru ósáttir. Stöku hundur á það til að glefsa í fólk. Alls kyns vandamál koma upp hjá fólki sem eiga hund.

Nýlega hjálpaði ég hundi sem átti alls kyns vandamál. Hann hafði lent á heimilaflakki og fengið misjafnt uppeldi. Lýsingin sem fylgdi hundinum var slík að sett var upp stíft ferli þar sem leiðbeinandi kæmi í reglulegar heimsóknir. Heimsóknir þessar voru aðallega ætlaðar til að leiðbeinandi gæti séð sem flest af öllum stóru vandamálunum. Þá fyrst þegar leiðbeinendur þekkja hundinn eða skilja hann geta þeir kennt eigandanum að laga vandann.

Í ljós kom á undraverðum tíma að hundurinn hafði engin vandamál.

Þetta er viðhorfið sem hefur hjálpað mér að höndla alla hunda sem ég hef kynnst. Ef þú sérð ekki að hundurinn hafi vandamál heldur sé skemmtilegur og þú vilt kynnast honum og vinna með persónuleika hans og venjur. Þá lagar hann sig að því og verður strax skemmtilegri.

Allar lýsingar á vondri hegðun hundsins voru byggðar á misskilningi. Þá fyrst þegar eigandi hundsins fékk útskýringar á hegðun hundsins, þegar hann skildi hvernig hundurinn hugsaði, hurfu vandamálin eins og dögg fyrir sólu.

Í dag er þessi hundur rólegur, yfirvegaður, þögull og hlýðinn. Hann bregst vel við öðru fólki, leikur léttilega við aðra hunda. Vandamála hundurinn var ekki til – hann var bara misskilin sál. Nú er hann lífsglaður hundur sem á góðan eiganda – eins og hundapar á að vera.

 

 

This entry was posted in Greinar. Bookmark the permalink.

About Guðjón E. Hreinberg

Alinn upp með hundum og hefur lært af færum hundamönnum hérlendis og á Írlandi. Hundahvíslari lætur ávallt hundana hafa síðasta orðið um hvaða aðferð henti best.

Comments are closed.