Lotukerfið

Til að gera þjálfun markvissa vinnur hver hundur í lotum. Hver lota er 12 æfingar og leiðbeinandi skrásetur þessar æfingar. Ekki er skylda að mæta vikulega, og dreifa má lotum á heilt ár. Hver lota kostar 6.500 kr.

Þegar hundur byrjar í reglulegri þjálfun eignast hann vinnubók. Leiðbeinandi metur í byrjun hvar hundurinn er staddur – í samráði við eiganda hans. Hundinum eru sett markmið fyrir hverja lotu – aftur í samráði við eiganda. Í lok lotunnar er metið hvort markmið hafi náðst. Þá er endurmetið hvar hundur sé staddur og það skráð fyrir næstu lotu.

Lotkukerfi auðveldar eigendum að meta hvar hundar eru staddir í þjálfun. Þetta auðveldar leiðbeinendum að fylgjast með þroska hundsins því hver æfing er skráð. Í lok hverrar lotu fær hundurinn viðurkenningarskjal.

Þetta auðveldar eiganda að hafa markmið fyrir alla þjálfun, og auðveldar árangur.

 Ertu of fullorðinn til að fara í feluleik?

Þjálfun leitarhunds er svipað feluleik. Hundur sem klárað hefur tvær lotur finnur alltaf týnda manninn.

 

This entry was posted in Hundaþjálfun. Bookmark the permalink.

About Guðjón E. Hreinberg

Alinn upp með hundum og hefur lært af færum hundamönnum hérlendis og á Írlandi. Hundahvíslari lætur ávallt hundana hafa síðasta orðið um hvaða aðferð henti best.

Comments are closed.