Móðurlausir hvolpar

Þegar hvolpur fer frá móður sinni og á nýtt heimili, er gott að sjá hann sem munaðarleysingja.

Að fóðra munaðarlausa hvolpa eða hvolpa sem eiga móður sem getur ekki framleitt næga mjólk er sérstök áskorun. Eitt ráðið er að flytja hvolpana til annarar tíkar sem getur verið fósturmamma þeirra. Samt sem áður, eru líkurnar á að finna hentuga fósturmóður á réttum tíma eru litlar – best er að hafa samband við hundaræktafélagið og dýralækni vegna þessa.

Móðurlausir hvolpa hafa tvær lífsnauðsinlegar þarfir, sem er hentugar aðstæður og umhverfi og viðeigandi næring. Réttar aðstæður og umhverfi er rétt hitastig, sem á fyrstu vikunum ætti allgjörlega að vera stjórnað a f hitakassa, hita lampa eða hitateppi (rafmagnsteppi) í einöngruðum hvolpakassa eða álíka hentugum stað. Einnig er mikilvægt að örva þvaglát og hægðir hjá hverjum hvolp með því að líkja eftir verknaði móðurinnar.

Það er hægt að gera með því að bleyta bómull með volgu vatni og strjúka yfir kynfæra svæðið eða afturbols-veggina á fyrstu þremur vikunum í lífi hvolpsins. Hvolpar sem eru viku gamlir g yngri, þarf að gefa sex sinnum á dag, eða með fjögurra tíma millibili bæði dag og nótt. Mjólk tíkarinnar er mjög ríkt af hitaeiningum, próteini, fitu og kalsíum, á hærra stigi heldur en kúamjólk eða geitarmjólk. Kúa- og geitarmjólk er þess vegna ekki hentug fyrir munaðarlausa hvolpa.

Þurrmjólk sérstaklega ætluð hvolpum er nú fáanleg víða og er byggð á sama næringar innihaldi og mjólk tíkarinnar. Mjólk getur verið gefið hvolpunum með lítilli sprautu, dropateljara eða hvolpa pela, og ætti að tilbúinn og hreinn fyrir hverja matargjöf. Mjólkin þarf að vera við stofuhita og gefin hvolpinum hægt, án þess að þvinga upp í hann. Í kringum þriggja vikna aldurinn, byrja hvolparnir að kanna umhverfi í kringum sig meira og meira , og byrja að narta í mat úr skál. Ungir hvolpar geta þurft fjórar til fimm máltíðir á dag, og ætti að hvetja þá til að prufa blautan mat eða jafnvel þurrmat til viðbótar við hvolpamjólkina.

Hágæða, bragðgott, hitaeininga- og næringarríkt hvolpafóður er best til að gefa, og á endanum þegar hvolparnir eru orðnir sex til átta vikna, eru þeir orðnir alveg vanir á hvolpamat.

 

This entry was posted in Greinar. Bookmark the permalink.

About Guðjón E. Hreinberg

Alinn upp með hundum og hefur lært af færum hundamönnum hérlendis og á Írlandi. Hundahvíslari lætur ávallt hundana hafa síðasta orðið um hvaða aðferð henti best.

Comments are closed.