Það er til mikið efni um hunda og hundaþjálfun; Þriðja elsta áhugamál mannkynsins.
Við hjá Hundasport mælum með eftirtöldu efni:
- The Farmers dog eftir John Holmes.
- Fjárhundurinn (íslensk þýðing á “The Farmers Dog”)
- The hidden life of dogs eftir Elizabeth Marshall-Thomas)
- Einkalíf hunda (Íslensk þýðing á “The hidden life of dogs”).
- The art of raising a puppy (The monks of New Skete)
- Myndbönd og bækur hundahvíslarans, Cesar Millan.
Íslensku þýðingarnar eru fáanlegar á bókasöfnum en hitt efnið er til á Amazon. Það er þess virði að bera saman breska Amazon og hið bandaríska. Sérstaklega varðandi bókina eftir John Holmes því hún er gömul og mest til af notuðum eintökum.
Bændasamtökin gáfu þýðingu þeirrar bókar út á sínum tíma og því miður er hún uppseld hjá þeim.
Þetta efni er allt sett fram af yfirvegun og þekkingu á eðli og sálfræði þessara dýra. John Holmes var mjög þekktur þjálfari og ræktandi á sínum tíma. Þegar bækur hans eru lesnar finnur maður fljótt að þekking hans kemur af djúpri reynslu.
Þegar þú lest efni sem greinilega er skrifað hundanna þá er í því tónn sem er minnis stæður. Sumir höfundar skrifa bækur fyrir annað fólk. Aðrir höfundar skrifa bækur svo hundum annars fólks vegni betur í lífinu.
Allt lesefni um hunda er þess virði að vera lesið. Þessi grein kemur aðeins á framfæri því sem við teljum standa uppúr.
Ábendingar eru vel þegnar í athugasemdum.
Smágrein um John Holmes
http://www.welshcorgi-news.ch/Leseecke/Tales3/JH_portrait_eng.html
Stuttur ritdómur um “The Farmers dog”
http://www.dogexplorer.com/dog/index.php/topic,111.0.html