Tímasetning

Rétt tímasetning verðlauna er mikilvæg. Ekki láta hundinn bíða lengi eftir verðlaununum – annars getur hann gleymt því hverju þau tengjast. Þegar þú þjálfar skaltu ávallt hafa verðlaun við höndina eða í vasa.

Nammið á að vera eitthvað sem hundinum finnst mjög bragðgott. Til eru hundar sem fúlsa við lyfrarpylsu og aðrir sem elska Kavíar. Best er að prófa alls kyns nammi, bæði það sem hentar þér í vasann, og það sem hundurinn vill. Stundum þarf að koma hundum á bragðið með nammi. Algengt er að hundur fúlsar í fyrstu við einhverju nammi sem hann síðar elskar.

Að verðlauna með dóti, flautum, smellum eða tístudúkkum er ekki snjallt, en það virkar. Yfirleitt er mun áhrifaríkara að verðlauna með gleði, leik eða nammi. Það eru hin náttúrulegu tungumál hunda og virka best.

Reyndir þjálfarar nota ævinlega nammi í upphafi, venja hundinn við ákveðin tón eða hrós um leið og nammi er gefið. Hundurinn venst fljótt að taka hrósi sem nammi. Hundar sem venjast þessu eru yfirleitt duglegastir í vinnu og hlýðni.

Í byrjun verðlaunar þú í hvert sinn, en þegar hundurinn hefur lært æfinguna þá verðlaunar þú sjaldnar með nammi en alltaf með hrósi.

Augnsamband

Augnsamband skipir máli.  Hrósaðu hundinn þegar hann hefur augnsamband við þig.  Einnig getur þú gert það að skilyrði að hundurinn verði að ná augnsamband við þið til að fá eitthvað sem hann óskar.

Sértu vakandi fyrir þessu mun hundurinn leita meira til þín eftir bendingum og skipunum og þar með verða hlýðnari og skemmtilegri.

Þegar þú hittir ókunnugan hund – sérstaklega sé hann ógnandi og tilþrifamikill – skaltu bíða með augnasamband þar til hann hefur þefað af þér. Annars gætirðu óvart verið að ógna honum og í hans augum má bara foringi hans gera þetta. Þegar hann hefur kynnst lyktinni af þér og leyft þér að strjúka sig máttu horfast í augu.

Umfram allt: Leiktu reglulega við hundinn þinn. Þannig kynnistu betur hvernig hann hugsar og nærð betri tengingu ykkar á milli. Þannig hundar eru alltaf skemmtilegir, vinnusamir og hlýðnir.

 

 

 

 

This entry was posted in Greinar. Bookmark the permalink.

About Guðjón E. Hreinberg

Alinn upp með hundum og hefur lært af færum hundamönnum hérlendis og á Írlandi. Hundahvíslari lætur ávallt hundana hafa síðasta orðið um hvaða aðferð henti best.

Comments are closed.