Hverfaleit og rústaleit

Hverfaleit með hundi  er æfð í iðnaðarhverfi og hundurinn hafður í Flexitaum allan tímann sem hann vinnur. Þegar hundurinn er langt kominn er öðru hvoru æft í íbúðahverfi.

Rústaleit er í raun annað form á Hverfaleit og lagður grunnur að henni í sumum iðnaðarhverfum. Hundur sem hefur staðið sig vel í Hverfaleit klárar yfirleitt Rústaleit mjög vel. Sérstaklega ef hann er duglegur í víðavang.

Við hefjum þessar æfingar oftast á hlýðni eða fimi. Alltaf hitum við hundana upp með gönguferð fyrir æfingu. Þetta síðast talda er nauðsynlegt til að fyrirbyggja vöðvabólgur harðsperrur. Okkar spretthörðu vinir geta fengið vont í vöðvana – rétt eins og við – ef þeir fara beint úr hvíld í átök.

Hverfaleit fer þannig fram að fígúrant felur sig í iðnaðarhverfi og hundurinn er í Flexitaum meðan hann leitar með foringja sínum. Best er að æfa grunninn í iðnaðarhverfum þar sem lítið er af mennskri umferð. Reyndari hundar færa sig í íbúðarhverfin. Þeir allra reyndustu fara lengra.

Þá er oft alls kyns aðstæður í iðnaðar hverfum sem bjóða upp á rústaleit. Segja má að Hverfaleit sé því góður grunnur að rústaleit.

Hverfaleitir hafa gengið mjög vel hjá öllum hundum sem hana prófa.

 

This entry was posted in Hundaþjálfun. Bookmark the permalink.

About Guðjón E. Hreinberg

Alinn upp með hundum og hefur lært af færum hundamönnum hérlendis og á Írlandi. Hundahvíslari lætur ávallt hundana hafa síðasta orðið um hvaða aðferð henti best.

Comments are closed.