Hverfaleit með hundi er æfð í iðnaðarhverfi og hundurinn hafður í Flexitaum allan tímann sem hann vinnur. Þegar hundurinn er langt kominn er öðru hvoru æft í íbúðahverfi.
Rústaleit er í raun annað form á Hverfaleit og lagður grunnur að henni í sumum iðnaðarhverfum. Hundur sem hefur staðið sig vel í Hverfaleit klárar yfirleitt Rústaleit mjög vel. Sérstaklega ef hann er duglegur í víðavang.
Við hefjum þessar æfingar oftast á hlýðni eða fimi. Alltaf hitum við hundana upp með gönguferð fyrir æfingu. Þetta síðast talda er nauðsynlegt til að fyrirbyggja vöðvabólgur harðsperrur. Okkar spretthörðu vinir geta fengið vont í vöðvana – rétt eins og við – ef þeir fara beint úr hvíld í átök.
Hverfaleit fer þannig fram að fígúrant felur sig í iðnaðarhverfi og hundurinn er í Flexitaum meðan hann leitar með foringja sínum. Best er að æfa grunninn í iðnaðarhverfum þar sem lítið er af mennskri umferð. Reyndari hundar færa sig í íbúðarhverfin. Þeir allra reyndustu fara lengra.
Þá er oft alls kyns aðstæður í iðnaðar hverfum sem bjóða upp á rústaleit. Segja má að Hverfaleit sé því góður grunnur að rústaleit.
Hverfaleitir hafa gengið mjög vel hjá öllum hundum sem hana prófa.