Sporaleit

Sporaleit samsvarar Spori I til III eins og hún er kennd hjá HRFÍ. Nokkur munur er þó á því hvernig við æfum spor miðað við aðra. Við notum nærri alltaf fígúrant við sporaleit og verðlaunum bæði með nammi og leit þegar fígúrant er fundinn.

Algengt er að sporhundar séu æfðir án fígúrants t.d. geta menn lagt sín eigin spor fyrir hundinn og æft hann þannig í spori án þess að stunda æfingar í hóp. Þá er algengt að hundar fái verðlaun í formi kastleikfangs í slíkri þjálfun.

Sem fyrr segir leggjum við áherslu á að okkar sporhundar séu ætíð að leita að týndri manneskju og fái mikið hrós og nammi í lok leitar. Ástæðan fyrir að við notum síður kastleikföng sem verðlaun er sú að nammi og reipitog styrkja sambandið á milli hunds og foringja hans.

 

This entry was posted in Hundaþjálfun. Bookmark the permalink.

About Guðjón E. Hreinberg

Alinn upp með hundum og hefur lært af færum hundamönnum hérlendis og á Írlandi. Hundahvíslari lætur ávallt hundana hafa síðasta orðið um hvaða aðferð henti best.

Comments are closed.