Fóðrun

Allir hundaeigendur hafa skoðun á því hvaða matur sé bestur. Sumir hundaþjálfarar segja “verðmiðinn ætti að ráða” og eiga þá við að dýr matur sé yfirleitt betri en ódýrari.

Það segir sig sjálft að framleiðendur sem sérhæfa sig í dýrafóðri hafa mikinn metnað fyrir gæðum sinnar vöru. Yfirleitt er hægt að treysta slíku fóðri nokkuð vel. Reynslan hefur sýnt að slíkar vörur eru yfirleitt í dýrari kantinum.

Gott er að athuga hvaða framleiðendur leggja mestan metnað í fæðugæði. Gott er í því sambandi að spyrja sig hvaða vörumerki séu notuð í sjúkrafæði. Yfirleitt hafa slíkir framleiðendur lagt mikla vinnu í þróun og rannsóknir á gæðum.

Þurrfæði

Hundar sem alast upp á verksmiðjumat á borð við þurrfæði eru viðkvæmir fyrir fæðugæðum. Hundar sem fá mikla vinnuþjálfun á borð við leitar- og smalahunda þurfa orkumeiri þurrmat, hvolpafullar tíkur þurfa oft svipaðan mat. Hvolpar og unghundar þurfa oft enn aðra samsetningu.

Best er fyrir þá sem nota þurrmat að skoða vel innihalds merkingar og spyrja sölu aðila spjörunum úr.  Fljótt kemur í ljós hvaða söluaðilar hafa kynnt sér málið svo og hvort þeir eigi sjálfir hunda og hvaða reynslu þeir hafa.

Þar eð skoðanir manna eru mismunandi og reynsla misjöfn er ekki ætlunin að gefa hér út neina viðmiðun eða alhæfa um hvað henti best hvaða hundi. Við sem þjálfum reglulega höfum sjálft fylgt þeim ráðum sem hér koma fram og höfum lært af reynslu hvað henti okkar hundum.

Viðmið

Fljótt kemur í ljós á feldi, hegðun og úrgangi hvernig fóðrið virkar á hundinn. Þegar skipt er um fóður gætu hundarnir sýnt meiri pirring eða meiri værð. Feldurinn gæti misst gljáa eða aukið hann. Hárlos fylgir sumum matarblöndum eða minnkar með öðrum. Úrgangur hefur mismunandi lykt og lit eftir matartegundum.

Þá getur mismunandi matur farið misvel í mismunandi stærðir og tegundir hunda. Við höfum flest prófað okkur áfram og fundið út hvað henti hverjum hundi fyrir sig. Sumar matartegundir er t.d. þekktar fyrir sterka lykt af úrgangi en þarf þó ekki að vera óhollur. Sterk lykt gæti einnig verið tímabundið ástand meðan skipt er um vörumerki.

Yfirleitt er best að blanda gömlu vörumerki og nýju saman þegar verið er að skipta. Þá getur tekið allt að tvær vikur að fullreyna hvernig fæðan virkar á hunda. Sá sem þetta skrifar notar að jafnaði þrjár tegundir og blandar þeim mismikið saman – sú niðurstaða fékkst eftir að hafa fylgst með áhrifum matar á hundana í langan tíma.

Ekki er alltaf víst að hárlos eitt og sér sé ástæða til að skipta um fæði. Hið sama á við um exem og skallabletti. Þó hefur það vissulega áhrif. Flasa er sömuleiðis ekki örugg ávísun á gildi fóðurs.

Hunar hafa mjög áhugaverða húð.

Hundshúð er þykk og stendur vel af sér glefsur annarra hunda, öfugt við okkar húð sem blóðgast fljótt. Hins vegar hafa hundar annað sýrustig þegar kemur að sápum og öðrum efnum og yfirleitt er ekki mælt með að hundar séu þvegnir með sápum.

Þá er húðin fljót að framkalla hárlos ef hundur er undir streituálagi eða kvíða. Flasa er nátengd þessu en hundar eru fljótir að framkalla flösu ef þeir verða fyrir tilfinningasveiflum, hvort heldur sem sveiflur eru neikvæðar eða jákvæðar.

Sá sem þetta skrifar hefur t.d. tekið eftir að sumir hunda fá flösu við að fagna gömlum vini sem ekki hefur sést lengi og getur flasan birst og horfið á innan við fimm mínútum. Svipað hefur komið í ljós með hárlos. Á heimilinu eru tveir Sheffer hundar og er þeir geta fengið löðrandi hárlos einn daginn, bara vegna þess að mikið var um gestakomur þann dag. Að öllu jöfnu er mjög lítið um hárlos í þeim hundum sem hér eru nefndir.

Annað

Mjög hefur færst í vöxt að hundar séu hafðir á hráfæði. Yfirleitt hentar hráfæði mjög vel og vitað erum viðkvæma hunda sem þola ekkert annað.

Sem fyrr segir er gott að halda yfirvegun þegar og jafnlyndi gagnvart slíkum hundum því hvernig hundar nýta sér mat hefur er nátengt sálarástandi þeirra. Mjög algengt er að hundar sem hafa húð- og matarvandamál búi við eitthvað óöryggi eða vanlíðan. Gott er að leita til reyndari hundaþjálfara með góð ráð varðandi sálarástand hunda.

Þó hundar séu á sínu sérvalda fóðri er óunnið kjöt mjög gott fæðubótarefni. Frosin hjörtu eru efst á óskalista slíkra hunda: Þau eru bæði feit og próteinrík og eitt hjarta á viku getur gert feld á meðalstórum hundi mjög skínandi.

Sömuleiðis er gott að gefa meðalstórum hundum eina matskeið af Ólífu olíu á viku. Ólífuolían er sú jurta olía sem er auðmeltust í meltingarvegi allra spendýra. Hún hefur mjög styrkjandi áhrif á húð og feld.

Misjafnar skoðanir eru á lýsi. Sá sem þetta ritar gefur eina teskeið af Þorskalýsi á viku en aldrei Ufsalýsi því það hefur allt að tífaldan skammt af A og D vítamíni.

Sem fyrr segir, bæði varðandi lýsi og ólífuolíu; er best að fylgjast vel með feldi  og hegðun fyrir allar matarbreytingar. Yfirleitt kemur fram samdægurs á feldi þegar hundur fær fituríkan mat. Á veturna er betra að gefa meira af slíku en minna – jafnvel þó þurrfóður eigi að hafa nóg – því hundar nýta umframfitu í feldinn og standa þannig betur af sér snjó og frost.

Bein

Mjög algengt er í dag að hundar fái svonefnd nagbein. Þetta eru bein sem yfirleitt eru framleidd úr dýraafurðum t.d. á borð við húðir. Slík bein eru því miður frekar dýr og misjafnt hvað fólk getur gefið hundum sínum mörg bein á mánuði.

Nagbein er mjög holl fyrir hundinn, þau bæði hreinsa tennur hans af tannsteini sem bætir endingu tannanna auk þess að styrkja vöðva og bein í höfði hans.

Ef hundurinn þinn þarf nagbein, hefur til að mynda ekki fengið slíkt í einhverjar vikur, þá hefurðu tvær aðferðir til að vita það. Hann verður andfúll og tennurnar gulna. Fái hann nagbein vikulega hverfa bæði einkennin.

Mjög gott er fyrir hundinn að fá alvöru bein reglulega. Þó nagbein séu góð út af fyrir sig þá koma þau ekki í stað venjulegra beina. Þegar hundur nagar alvöru bein þá borðar hann þau og úr þeim fær hann heilmikið af náttúrulegum efnum sem t.d. styrkja hans eigin bein og tennur. Þó þessi efni eigi að vera í þurrefnum þá eru það unnin efni.

Sá sem þetta skrifar hefur sjálfur orðið vitni að því að hundar sem lifa eingöngu á þurrfæði og fá aldrei t.d. hjörtu og bein er hættara við fótbroti.

 

 

 

This entry was posted in Greinar. Bookmark the permalink.

About Guðjón E. Hreinberg

Alinn upp með hundum og hefur lært af færum hundamönnum hérlendis og á Írlandi. Hundahvíslari lætur ávallt hundana hafa síðasta orðið um hvaða aðferð henti best.

Comments are closed.