Veturinn 2013 til vors 2014

Æfingar hafa gengið vel síðasta hálfa árið. Verið bæði reglulegar og einkennst af góðum framförum hunda (og mannfólks). Líklega verða æfingar á höfuðborgarsvæði í vetur með líku sniði og undanfarna mánuði, að æfingadagskrá sé ekki skipulögð fyrirfram.

Reynslan síðustu árin hefur kennt okkur að æfingadagskrá sé valin lýðræðislega frá æfingu til æfingar. Þó ótrúlegt megi virðast hefur þessi háttur gefist okkur mjög vel. Yfirleitt tekur fimm mínútur í lok hverrar æfingar að skipuleggja hvar og hvenær sú næsta sé.

Þetta er í stíl við æfingamarkmið leiðbeinenda frá upphafi. Þó leiðbeinandi beri efnislega ábyrgð á fræðslu hverrar æfingar og skipulagi æfinga, þá höfum við ávallt að leiðarljósi að draga fram það besta í hópnum, bæði dýrum og mannfólki. Þessi nálgun á þjálfun hefur gefist mun betur en að nálgast menn og hunda með fyrirfram gefinn lista yfir hvernig og hvað teymið á að gera.

Einnig er þetta í stíl við megin reglu allrar starfsemi hjá Hundasport.is að ókurteisi, rógburður, dónaskapur og almennt ósæmi er ekki liðið í hópnum. Einelti, Fals, Yfirgangur og Flokkadrættir er ekki í boði og leiðbeinendur eru tilbúnir að taka hart á slíku.

Starfsemin í vetur

Því verður áfram sá háttur að næsta æfing er tilkynnt á Facebook síðu okkar, en spjald þeirrar síðu birtist sjálfkrafa á þessum vef, hundasport.is. Yfirleitt er símanúmer þess leiðbeinanda sem skipuleggur æfinguna með tilkynningu.

Rétt er að minna á að hafa má samband við leiðbeindendur ef fólk vill biðja um auka-æfingu. Sumir leiðbeinenda hafa lítinn tíma í aukaæfingar og aðrir mikinn, svo misjafnt er hvort hægt er að stilla upp aukatíma, en það er alltaf reynt ef hægt er að verða við slíkum beiðnum.

Að lokum má geta þess að Norðurhópur verður endurvakinn í september 2013. Sá hópur æfir á svæðinu Eyjafjörður til Skjálfanda. Einnig verða mánudagsnámskeiðin í boði á því svæði.

 

 

This entry was posted in Fréttir og molar and tagged . Bookmark the permalink.

About Guðjón E. Hreinberg

Alinn upp með hundum og hefur lært af færum hundamönnum hérlendis og á Írlandi. Hundahvíslari lætur ávallt hundana hafa síðasta orðið um hvaða aðferð henti best.

Comments are closed.