Afbrýðisemi

Hundar eru – rétt eins og við – frekar afbrýðisamir. Þú sérð það best ef þú átt fleiri hunda en einn. Þegar einn hundur fær athygli þína kemur hinn og vill vera með. Innan eigin hóps ber minna á þessu.

Sá hundur sem ræður mestu í hópnum kærir sig ekki um að aðrir hundar eigi meiri athygli mannsins. Sá sem er lægstur í hópnum sættir sig frekar við það. Ef þú fylgist með þessu muntu sjá betur hver er foringi innan hópsins.

Afbrýðisemi er yfirleitt ekki neikvæð en þegar börn eru annars vegar þarf að fylgjast vel með. Það kemur fyrir með suma hunda aðþeir vilja vera ofar í virðingarstiganum en börnin – en þeir myndu þó aldrei skaða þau. Það er þitt hlutverk að fylgjast með framkomu hunds og leiðrétta ef hann er of ágengur við börn. Yfirleitt er nóg að leiðrétta blíðlega en ákveðið.

 

 

This entry was posted in Greinar. Bookmark the permalink.

About Guðjón E. Hreinberg

Alinn upp með hundum og hefur lært af færum hundamönnum hérlendis og á Írlandi. Hundahvíslari lætur ávallt hundana hafa síðasta orðið um hvaða aðferð henti best.

Comments are closed.