Ofhitnun

Nokkuð er spurt: “má ég skilja hundinn eftir í bílnum?”

Grundvallar atriðin eru þessi: Sé 25 stiga hiti úti, getur hitinn í bílnum farið yfir 40 stig. Sá hiti er hundinum lífshættulegur og hann getur dáið á rúmum hálftíma.

Ef þú átt hund og hefur hann oft í bílnum, skaltu fá þér hitamæli í bílinn. Í mínum bíl er núna mælir sem mælir bæði hitann frammi í og aftur í. Ég hef t.d. tekið eftir því við 15°C úti að í sól hefur hitinn inni farið í 32°C en sama dag, í bílageymslu datt hitinn í bílnum niður í 19°C.

Ég fylgist grannt með hundunum þegar ég ferðast með þá í bílnum. Við áðurgreint hitastig kólnar bílinn niður í 24°C ef ég ek með miðstöðina á köldu og alla glugga opnaða um einn þriðja. Við þetta hitastig virðast hundarnir sáttir. Gott er þá að fylgjast með þeim t.d. í baksýnisspegli og gá hversu oft þau eru móð, því hundar kæla sig með lafandi tungu.

 

 

This entry was posted in Greinar and tagged , . Bookmark the permalink.

About Guðjón E. Hreinberg

Alinn upp með hundum og hefur lært af færum hundamönnum hérlendis og á Írlandi. Hundahvíslari lætur ávallt hundana hafa síðasta orðið um hvaða aðferð henti best.

Comments are closed.