Almenn hugtök í hundaþjálfun

Bondering
Er sú tenging og traust sem myndast milli manns og hunds. Því sterkara bond því betri árangur í þjálfun.
Fígúrant
Lifandi manneskja sem notuð er í feluleik við hundinn.
Séður fígúrant
Sama og Fígúrant nema hundurinn sér hann áður en hann felur sig og þá hvar. Vinna hundsins felst því ekki í að finna hann heldur vísa á hann.
Falinn fígúrant
Fígúrant sem felur sig og bíður þess að hundur finni sig og vísi á sig
Dótið
Hvaða leikfang sem er, en er notað til að verðlauna hundinn fyrir vinnu sína.
Úthlaup
Þegar hundi er stillt upp hjá eiganda sínum og þeir horfa saman á fígúrant hlaupa í burtu.
Stilla upp
Þegar hundur og eigandi stilla sér upp fyrir leit.
Æfing
Þegar hópur af hundum og eigendum þeirra mæta á tiltekið svæði til að æfa leitir.
Leit
Á einni æfingu getur hundur framkvæmt margar leitir. Hver einasta vinna er því leit.
Taka lykt
Hundur sem er frjáls á víðavangi og finnur skyndilega lykt af manni. Hann sýnir yfirleitt viðbragð með líkamshreyfingu. Hluti þjálfunar er að mannfólk læri að sjá þetta táknmál.
Loftlykt
Lykt af manneskju, eða fígúranti, sem berst með vindinum, golunni eða: í loftinu.
Spor
Sú slóð sem manneskja eða fígúrant hefur gengið. Stundum er nammi eða annað hvetjandi í sporinu en ekki fyrir reyndari hunda.
Slóð
Sama og spor.
Sporataumur
Sérstakur taumur oft átta til fimmtán metra langur sem hundur er í við sporavinnu. Slíkur taumur þarf að vera þannig að hann festist illa í lyngi og grjóti, sé léttur og auðvelt að meðhöndla.
Taumur
Klassískur taumur við hund er yfirleitt 160 til 180 sentímetra langur, oft úr nælon en einnig úr leðri.
Svæði
Hver einasta æfing fer fram á svæði. Æfinga- eða leitarsvæði. Bílum er lagt í jaðri svæðis, hundar viðraðir utan leitarsvæðis. Þegar hundur æfir leit er komið með hann í taum inn á svæði.
Leiðbeinandi
Reyndur hundaeigandi sem æft hefur lengi. Hann á hund og hefur átt hunda. Hann missir helst ekki úr æfingar og hefur sýnt frábæran árangur í þjálfun sinna hunda. Æskilegt er að hann eigi fleiri en einn hund, þ.e. að hann hafi reynslu af að þjálfa hundahóp. Hlutverk hans er að stýra æfingum, að þær fari vel fram, og miðla af reynslu sinni.
Foringi
Hver einasta manneskja sem á hund er foringi hundsins. Svo er ekki alltaf í augum hundsins, því ef manneskjan kann ekki hlutverk sitt getur hundurinn tekið foringjahlutverkið. Allir þáttakendur í æfingum læra þetta.
Hundateymi
Maður og hundurinn hans er eitt hundateymi.
Markering
Þegar hundur finnur lykt af fígúrant fer hann og gáir hvar hann liggur. Því næst kemur hann til foringja síns og lætur vita að maður sé fundinn með einhverri aðferð. Aðferðir eru mismunandi og þær lærast á æfingum, sumar eru æfðar burt og aðrar styrktar inn.
Venja
Að venja hund – með jákvæðri styrkingu – við æskilega hegðun, eða bara venja við aðstæður. Einnig að venja hund við að gera þarfir sínar úti.

Mun fleiri hugtök eru til í þessum málaflokki og munu þau bráðlega birtast hér. Þessi eru þau helstu. Gott er fyrir nýliða á æfingum að lesa þennan lista því mörg þessara hugtaka eru mikið notuð á æfingum.

 

 

This entry was posted in Hundaþjálfun and tagged . Bookmark the permalink.

About Guðjón E. Hreinberg

Alinn upp með hundum og hefur lært af færum hundamönnum hérlendis og á Írlandi. Hundahvíslari lætur ávallt hundana hafa síðasta orðið um hvaða aðferð henti best.

Comments are closed.