Horft á lyktina

Þegar hundur skoðar heiminn er það meira með nefi en augum. Þetta sést vel á gönguferðum, þegar hundur sér eitthvað áhugavert er trýnið rekið að hlutnum og þefað. Eitt af því sem þú lærir á æfingum er að sjá þegar hundur tekur lykt en það sést á viðbragði hans.

Önnur leið sem er notuð til að sjá hvernig nefið stjórnar hundi er á þessa leið: Fáðu hundinn í smá boltaleik. Meðan hann er upptekinn við að sækja boltann skaltu henda þrem molum af hundanammi til hliðar við leiksvæðið, upp í vindinn. Innan skamms mun nefið fatta að molarnir eru þarna og taka stjórnina.

Á æfingum er oft notuð þriðja leiðin til að skoða lyktnæmi. Hún er þannig að manneskja felur sig um hundrað metra inn á svæði. Hundur er því næst settur í taum og foringinn gengur þvert á lyktina eða undan vindi frá falda manninum. Á einhverjum tímapunkti mun hundurinn taka viðbragð þegar nefið finnur lykt af falda manninum.

Við notum reykbombur til að skoða hvernig lykt flæðir um.Reykbomban er þá staðsett á góðum stað í æfingasvæði og lytur hennar sýnir okkur hvernig lykt dreifir úr sér, hvar hún fer upp, og hvernig hún fer niður. Með því að sjá litinn í golunni sjáum við hvernig hundurinn mun sjá lykt af týndum manni, nema hann sér það með nefinu.

Það er tvennt sem foringi hunds lærir á þessu. Hið fyrra er að átta sig á að stundum getur lykt farið í hvirfil eða beint upp en ekki niður og beint. Annað er að átta sig á hvernig hundur fer inn í lykt og aftur út úr lykt til að lesa hvernig hún flæðir og þannig rekja hana.

Á einni æfingu var notuð haglabyssa til að venja hund við hvell hljóð sem hann óttaðist.

 

This entry was posted in Hundaþjálfun and tagged , . Bookmark the permalink.

About Guðjón E. Hreinberg

Alinn upp með hundum og hefur lært af færum hundamönnum hérlendis og á Írlandi. Hundahvíslari lætur ávallt hundana hafa síðasta orðið um hvaða aðferð henti best.

Comments are closed.