Leikir og hlýðni

Fyrir hund er fátt meira spennandi en að sækja. Að þjóta eftir bolta, grípa og hlaupa glaður til baka. Bíða eftir að þú kastir aftur og endurtaka.

Fyrir kemur í leiknum að í staðinn fyrir að koma til þín með hlutinn, neita hann að gefa þér

boltann. Það er hluti af stríðni og að fá aðra í leik við sig. Þegar þú krefst þess að fá hlutinn gæti hann vikið sér undan eins og til að skora á þig að taka það aftur.

Hundurinn tekur oft ástfóstri við ákveðin leikföng. Sumir boltar eru meira spennandi en aðrir boltar og tveir hundar geta haft mismikinn áhuga á sitt hvorum boltanum. Eignarréttur er þó ekki málið í hópnum. Sá sem fyrstur nær hlutnum er sá sem heldur honum þar til hann sleppir honum aftur.

Innan hunda hópsins er viss virðingarröð í gangi. Sumir hundar geta leyft sér að stinga nefinu nærri boltanum, yfirleitt varlega, og sé sá sem  heldur boltanum neðar í virðingu færir hann sig yfirleitt frá og gefur þannig boltann eftir.

Í augum hundsins er eigandinn einmitt sá sem hefur þennan virðingarsess og má alltaf taka dótið. Fyrir kemur að börn njóta ekki virðingar hundsins á heimilinu og þá þarf að kenna honum það með festu og virðingu.

Hundar sýna hver öðrum alltaf virðingu þó leikir þeirra sín á milli geti virst ofbeldisfullir. Sá sem þetta ritar hefur séð fullorðna stóra rakka tuskast á af miklum krafti en hlífa hver öðrum af miklum næmleika ef annar þeirra kveinkar sér.

Í óbyggðum er ein einföld regla: Enginn hundur sínir ráðríki yfir öðrum hundi sem er hærri í flokkunarröðinni. Þú og fjölskylda þín eru leiðtogarnir sem sýna fordæmi í hegðun og virðingu.

Ef hundurinn ögrar þér sem fyrr segir og vill að þú eltist við dótið, gengur þú bara í hina áttina eða snýrð í hann baki. Áður en þú veist kemur hann með það og setur það hjá þér, og bíður þess að þú kastir því aftur. Fari hann með það afsíðis til að naga, þá gengur þú bara rólega til hans og tekur það.

Þessi aðferð, að hunsa og leika, er sú sem notuð er til að kenna hundi að skila dóti og jafnvel rétta það í hendur foringjans. Þolinmæði, formesta og gleði eru lykilorðin hér.

Aðalatriðið í öllu sem viðkemur hundaþjálfun og hlýðni: Því oftar sem þú leikur við hundinn – þó stutt sé í einu – því meira elskar hann þig, virðir þig og hlýðir þér án fyrirhafnar.

 

 

 

 

 

 

This entry was posted in Greinar and tagged , . Bookmark the permalink.

About Guðjón E. Hreinberg

Alinn upp með hundum og hefur lært af færum hundamönnum hérlendis og á Írlandi. Hundahvíslari lætur ávallt hundana hafa síðasta orðið um hvaða aðferð henti best.

Comments are closed.