Félag ábyrgra hundaeigenda og Rjómi

Margir kannast við hundaskólann Míó Minn sem Freyja Kristinsdóttir Dýralæknir stofnsetti, og af góðu einu. Freyja hefur verið dugleg að vinna að heilbrigðu hundahaldi á mörgum sviðum, sem dýralæknir, hundaþjálfari og manneskja og getið sér gott orð.

img-coll-0436Margir tóku eftir baráttu hennar á sínum tíma fyrir rýni í óheilbrigða skattlagningu á hundaeign, á vegum dýraeftirlits í Reykjavík og að hún mætti talsverðu ofbeldi af hálfu Borgarinnar fyrir vikið.

Nú er hún formaður “Félags ábyrgra hundaeigenda” sem stofnað var 18. janúar 2012. Félagið stendur fyrir málþingi  laugardaginn 15. febrúar 2020. um hundahald næsta áratugar. Mörg álitamál verða rædd, s.s. þegar hundaeftirlitið brýtur landslög og einnig í hvað fara hundagjöldin?

Ég vil benda á í þessu samhengi tvær fréttir frá Fréttablaðinu og Vísi:

Það eru mörg hundasamfélög á landinu og gott að sjá þegar málefnaleg umræða fer fram. Litlu munaði að fólk sem tengist Hundasport myndi stofna sambærilegt félag 2011 og Félag ábyrgra hundaeigenda (fah.is), og fögnuðum við eftir að okkar vinna rann út í sandinn að við vorum ekki ein um þetta áhugamál.

Allir hundaeigendur sem ég þekki kannast við Facebook grúppuna “Hundasamfélagið” og margt áhugavert er þar rætt og gott framtak á ferðinni.

Freyja gerði nýlega heimildamyndina “Underdog – Rjómi documentary” um ofbeldi Íslenska ríkisins í garð fjölskyldu sem var að flytja heim frá Noregi og var bannað að taka hundinn sinn með sér. Nánari upplýsingar um myndina má finna á rjomi.com og á Facebook síðunni   “rjomi.bullterrier

Ég fékk sjálfur birta lesendagrein í Morgunblaðinu í apríl 2013, undir fyrirsögninni “Að mismuna hundafólki,” þar sem ég kom inn á tengt efni, þ.e. að afsláttur af hundagjöldum í sumum sveitarfélögum sé gagnrýniverð varðandi mat á hæfi leiðbeinenda í atferlisþjálfun hunda.

Ég hef kynnst allskyns sálfræðiflækjum í samfélagi hundaeigenda á landinu. Margir kannast til að mynda við hvernig margir ræktendur sumra tegunda eiga í sífelldum erjum yfir að því er virðist smámunum og hef ég orðið vitni að alls kyns hegðun sem maður vill frekar gleyma en ræða um.

Það er einmitt ábyrg umræða og ekki síst samstaða – þegar kemur að óraunsæju ofbeldi yfirvalda – sem smámsaman varðar leiðina til ábyrgs samfélags og yfirvegunar og oft er það mikið að þakka duglegu fólki sem nálgast viðfangsefnin af yfirvegun og íhygli sem áorkar svo miklu.

Oft er það þrotlaus vinna slíks fólks sem er dropinn sem holar steininn, ekki endilega til að skikka “hið opinbera” til að fara að eigin siðferðisreglum, heldur að vekja okkur hin til meðvitundar bæði um okkar eigin siðferðisreglur og mikilvægi þess að minna embættisfólkið á skyldur sínar og ábyrgð.

Ég vil í þessu samhengi taka fram að ég hef sjálfur mjög jákvæða reynslu af samskiptum við embættismenn dýrahalds í þeim sveitarfélögum sem ég hef búið með mína hunda en það hefur stundum krafist sjálfsaga og yfirvegunar beggja megin borðsins.

Fólk deilir sín á milli og deilur geta orðið að skítkasti, rógburði og jafnvel ofbeldi. Stundum þarf að áminna fólk og oft þarf að umbera að fólk er fjölbreytt og umgengni þess við dýrin sín eða dýr annarra getur verið margbreytt og flókin.

Eins er með fólk sem gegnir opinberum störfum, að það er fyrst og fremst fólk.

Stundum þarf aðstoð yfirvalda til að grípa inn í erfiðar og flóknar aðstæður og því er það mikilvægt að við kunnum að standa saman um ábyrga hegðun yfirvalda og Þjóðfélagsins (ríkisins) – sama hver okkar persónulegu deilumál kunna að vera – því ef við getum ekki treyst faglegri og ábyrgri hegðun yfirvalda, þá missum við það sem í daglegu tali kallast siðmenning.

 

 

This entry was posted in Fréttir og molar and tagged , . Bookmark the permalink.

About Guðjón E. Hreinberg

Alinn upp með hundum og hefur lært af færum hundamönnum hérlendis og á Írlandi. Hundahvíslari lætur ávallt hundana hafa síðasta orðið um hvaða aðferð henti best.

Comments are closed.