Hirðing

Feldhirðing

Ekki þurfa allir hundar lágmarks feldhirðu. Þó finnst þeim gott og líta betur út séu þeir kemdir mánaðarlega. Böðun er góð öðru hvoru. Til að auka gljáa á feldi þarf hundurinn gott fæði og félagslegt öryggi.

Margar hundategundir hafa innri og ytri feld sem tvöfaldir kambar ná að kemba vel. Venjulegur hárbursti getur verið ágætur svo og kembihanski. Forðastu að nota skæri því hundar eru kvikir og smá hreyfing hundsins getur meitt hann með skærunum, sem bæði getur orsakað glefs og einnig gert hundinn fráhverfan burstun.

Baðaðu hundinn með hreinu vatni hálfköldu vatni og án sápu. Sumir eigendur taka hunda  með í sturtu öðru hvoru. Gott er að kemba hundinn gróflega áður en hann fer í sturtu eða bað, og aftur þegar búið er að þurrka hann.  Sápur eru óþarfar bæði því þær geta ruglað varnarflóru í feldi og ert viðkvæma húð hunda sem hafa annað sýrustig en manna og er því mjög viðkvæm.

Sumir hundar hafa feiti í feldinum sem hrindir frá sér vatni. Til að þvo þeim er gott að bleyta feldinn vel og nota hreint hálfvolgt vatn. Gott er að nota handklæði sem skerm utan um hundinn á meðan hann hristir vatn úr feldinum. Eftir að hann hristir mest af vatninu í burtu má þurrka hann hressilega með handklæði: Yfirleitt líkar hundum vel þessi meðferð.

Forðastu að nota blásara til að þurrka feldinn því hundar eru viðkvæmir fyrir hita og hljóðinu.

Eyru

Fylgsu vikulega með eyrum. Oft er gott að hreinsa eyrun að innan með mjúkri bómull svo þau safni ekki óhreinindum. Ef þú hefur fleiri hunda á heimilinu minnkar þörf á þessari hirðingu því hundar þrífa oft eyrun hver öðrum.

Klær og fætur

Athugaðu klær hundsins annan hvern mánuð. Ef þær eru of langar þá ferðu of lítið út að ganga, en þú getur klippt þær ef nauðsynlegt er.

Passaðu vel að í nöglunum er hvít kvika sem er viðkvæm fyrir sársauka. Ef þú klippir í kvikuna meiðir þú hundinn og gerir hann fráhverfan svona snyrtingu.

 

 

 

This entry was posted in Greinar. Bookmark the permalink.

About Guðjón E. Hreinberg

Alinn upp með hundum og hefur lært af færum hundamönnum hérlendis og á Írlandi. Hundahvíslari lætur ávallt hundana hafa síðasta orðið um hvaða aðferð henti best.

Comments are closed.