Um gæludýr sem jólagjöf
Dýr á aldrei að gefa í gjöf á Jólunum Krúttlegur hvolpur birtist upp úr kassa með rauða slaufu og dillandi skott. Börnin æða á móti hvolpinum með opinn faðm og gleðin leynir s ...Eltingaleikur við ljósgeisla
Sumt fólk hefur skemmt sér við að láta hvolpa – og jafnvel kisur – elta ljósgeisla. Bæði má nota til þess ljósbendil (laser ljós) eða vasaljós. Í öllum tilfellum e ...Tónfræði hópsins
Það er langt síðan ég átti einn hund og svo langt síðan að ég man varla lengur hvernig tilfinning það er. Þó kemur fyrir að ég sakna þess, en sjaldan lengur en sekúndubrot. Þv ...Ég átti að hlusta
Fyrir þrem árum síðan sýndi Salka mér það hversu klár hún er og ég er reglulega minntur á það. Hún er klárasti leitarhundur sem ég hef þjálfað. Það er ótrúlegt hversu klár hún ...Vika á dauðadeild
Þegar hundur á Íslandi er fangaður fer hann á dýrahótel í viku. Eftir það má svæfa hundinn. Hér segir enginn neitt við þessu. Hér eru engin dýraathvörf. Hér er enginn sem sten ...Ormar og sjálfstætt fólk
Í kaupstað býr mikið af fólki með hunda sem veit hvernig hundurinn sinn er og ennfremur fólk sem treystir hundinum sínum og ekki síst fólk sem býr eitt heiminum. Þetta er fólk ...Hugsanir hunda
Þegar ég var krakki bjó ég í sveit hjá ömmu minni. Áður hef ég ritað um hvernig unglingsárunum var eytt í félagsskap Loppu frá því ég var tólf til átján. Ef ég var úti við var ...
Við eigum öll áhugamál og hundar einnig. Hundar sem æfa leitir eignast áhugamál í þessum æfingum. Hundar sem æfa hundafimi sýna að þeir hugsa um verkefnin á milli æfinga og tilhlökkun þegar mætt er á æfingar.
Þjálfun leitarhunds er sú list að hundur finni týndan mann og sýni hvar hann er. Hundurinn kann að nota nefið til að leita – en hvernig veit hann hvað skal finna? Allir hundar geta lært eitthvað nýtt. Skiptir engu hve gamlir þeir eru.
Hundar sem æfa reglulega sýna tilhlökkun að fara í bílinn á æfingadögum. Fólk sem æfir reglulega lærir margt nýtt og oft eitthvað sem kemur á óvart. Umfram allt eignast þú eitthvað sameiginlegt með hundinum. Þú og hundurinn eruð félagar í lífinu, en eigið þið saman áhugamál?
Leitarhundaþjálfun
Þessi þjálfun tekur fyrir sporhunda, víðavangsleit, hverfaleit, efnaleit og snjóleit. Þetta er valkostur fyrir alla sem hafa áhuga á hundum. Hundafólk sem stundar æfingar kynnist hundum sínum betur.
Þannig lærist hundasálfræðin best. Úti með hundinum, við leik, vinnu, útivist. Einn góðan veðurdag gæti þinn hundur bjargað mannslífi – en það er bara bónus.
Nánari upplýsingar í síma 778-1296