Leiðsögn

Allar okkar æfingar og námskeið eru undir leiðsögn reynds fólks. Markmið með allri okkar leiðsögn er að miðla af reynslu og hvetja hvert hundateymi – manneskju og hund – til að læra tungumál hvors annars og virkja það besta hjá báðum.

Leiðbeinendur

Sem stendur eru þrír leiðbeinendur í okkar röðum. Reglan er sú að leiðbeinandi þarf að sanna hæfni í þjálfun áður en hann fær viðurkenningu. Slíkt ferli tekur oft langan tíma.

Leiðbeinandi þarf að sýna fram á fjóra hæfileika sem aðeins reynsla getur kennt, og í sumum tilfellum fínir erlendir skólar:

  • Góðan skilning á hundum og hundasálfræði.
  • Getu til að lesa hunda út frá látbragði.
  • Hafa leyst úr vandamálum erfiðra hunda.
  • Vilja til að hjálpa hundateymum til árangurs.

Þeir sem vilja nánari upplýsingar um færni leiðbeinenda okkar býðst að koma á æfingar og kanna getu þeirra frá fyrstu hendi. Nánari upplýsingar í síma 778-1296 og 663-5639.

Leiðbeinandi hjá hundasport.is er ávallt tiltækur símleiðis til að greiða úr hundavanda, hvort sem hundurinn er virkur á okkar æfingum eða ekki.

Símatími

Hver sem er má hringja í leiðbeinendur hvenær sem er. Síminn er alltaf opinn fyrir hund í vanda, hver sem vandinn er.

Comments are closed.