Efnisflokkar
-
Nýlegar færslur
Efnisflokkur: Fréttir og molar
Félag ábyrgra hundaeigenda og Rjómi
Margir kannast við hundaskólann Míó Minn sem Freyja Kristinsdóttir Dýralæknir stofnsetti, og af góðu einu. Freyja hefur verið dugleg að vinna að heilbrigðu hundahaldi á mörgum sviðum, sem dýralæknir, hundaþjálfari og manneskja og getið sér gott orð. Margir tóku eftir baráttu hennar á sínum tíma fyrir rýni í óheilbrigða skattlagningu á hundaeign, á vegum dýraeftirlits í Reykjavík og að hún mætti talsverðu ofbeldi af hálfu Borgarinnar fyrir vikið. Nú er … Lesa meira
Reiptog
Farið varlega með hvolpa og unga hunda, tannbeinið er mjúkt (deigt) og mikið eða stíft átak getur valdið tannskekkjum seinna. Æskilegt að fara varlega í reiptog við minni hunda til 18 mánaða aldurs og stærri til 2 ára en fram að þeim tíma eru hundar að festa jaxla í kjálkabein og nagþörfin er sterkust. Ekki rykkja í það sem togast er á með, ekki toga harkalega og ekki upp og … Lesa meira
Vika á dauðadeild
Þegar hundur á Íslandi er fangaður fer hann á dýrahótel í viku. Eftir það má svæfa hundinn. Hér segir enginn neitt við þessu. Hér eru engin dýraathvörf. Hér er enginn sem stendur vörð um dýravelferð nema kannski ein rödd? http://www.dw.de/romanian-stray-dog-law-draws-cries-of-overkill/a-17139201 Ég skelli til gamans inn tenglinum hér fyrir ofan. Í Rúmeníu eins og í víða í löndum við Svartahaf og Miðjarðarhaf er mikið af flækingshundum. Þeir valda oft ýmsu ónæði … Lesa meira
Norðurhópur
Nú er í boði að æfa leitarhunda á norð austur landi. Fyrsta æfing vetrarins var áætluð 14. september (2013) en aflýsa varð vegna veðurs. Þrátt fyrir veður var þó einhver mæting á móttsstað og tækifærið notað til að spjalla um hundaþjálfun. Afráðið er að fram eftir vetri verði boðið uppá æfingar klukkan 14:00 hvern sunnudag. Því er hundasport.is nú með tvo æfingahópa í gangi í vetur.
Veturinn 2013 til vors 2014
Æfingar hafa gengið vel síðasta hálfa árið. Verið bæði reglulegar og einkennst af góðum framförum hunda (og mannfólks). Líklega verða æfingar á höfuðborgarsvæði í vetur með líku sniði og undanfarna mánuði, að æfingadagskrá sé ekki skipulögð fyrirfram. Reynslan síðustu árin hefur kennt okkur að æfingadagskrá sé valin lýðræðislega frá æfingu til æfingar. Þó ótrúlegt megi virðast hefur þessi háttur gefist okkur mjög vel. Yfirleitt tekur fimm mínútur í lok hverrar … Lesa meira
Að lesa hund
Þegar ég eignaðist Kátu vissi ég ekki neitt. Ég var svo heppinn að búa að tvennu. Að hafa alist upp í sveit og lært að virða dýrin og að þekkja mann sem hafði þjálfað tvo hunda. Auk þess hafði ég umgengist um tíma tvær fjölskyldur á Írlandi sem þjálfuðu hunda markvisst, og lært margt af þeim. Ég áttaði mig fljótt á því að ég gæti lært margt af bókum og … Lesa meira
Fallegt sakleysi
Stundum koma þessar litlu stundir í lífi með hundi. Stundir sem minna á að hundur á innra líf, rétt eins og við mannfólkið. Hver hefur ekki horft á hund dreyma? Þetta er ein ástæða þess að við getum þjálfað hunda, því við vitum að þeir hugsa um það sem þeir læra. Annars myndu þeir ekki lærdóminn. Ljúfur er öldungurinn í hópnum og þekktur að sérvisku. Ég hef það eftir honum … Lesa meira
Eigendasamningur hunds
Við höfum gert uppkast að eigendasamningi hunds. Samningurinn er settur upp bæði í Acrobat (pdf) sniði og sem mynd sem prenta má út. Gott er fyrir alla hundaeigendur hafa í huga þá þætti sem hér koma fram. Þegar við tökum að okkur hvolp eða hund er margt sem hafa þarf í huga. Hvert einasta dýr sem lifir á okkar ábyrgð á rétt á lágmarks umönnun og að gert sé ráð … Lesa meira
Sameiginlegt áhugamál
Ljúfur hefur æft leitaræfingar síðan haustið 2007. Salka hefur æft síðan í árslok 2008. Hann var tveggja ára þegar hann hóf æfingar og því var spáð að hann gæti aldrei orðið leitarhundur. Hann er því ósammála. Salka var rétt um hálfs árs þegar hún tók sína fyrstu æfingu. Þau hafa prófað paraleitir, þar sem þau leita samtímis og skipta sjálf með sér svæði með góðum árangri. Það kemur fyrir að … Lesa meira
Kisa eltir hunda
Myndbandið sýnir Snata að elta Ljúf og Sölku. Snati er kisa sem fæddist á heimilinu. Ljúfur sem er Þýskur fjárhudnur leyfði honum að kúra hjá sér þegar Snati var kettlingur. Salka sem er Labrador blendingur leyfði honum að fara á spena hjá sér eftir að læðan vandi kettlingana af spena. Ljúfur og Salka eru bæði þjálfuð í víðavangsleit og sporaleit. Auk þess geta þau leitað saman í leitarsvæði. Snati getur … Lesa meira