Snjóleit

Við æfum ekki Snjóflóð heldur eingöngu Snjóleit. Það er ekki ósvipað víðavangsleit. Týndi maðurinn er falinn á svipaðan hátt nema hulinn í snjó eða snjósköflum. Er þetta fyrirtaks grunnur fyrir fólk sem stefnir á snjóflóðaleitir síðar.

Hundar sem vilja fara æfa snjóflóð ættu að æfa með Björgunarsveit. Ástæðan er öryggissjónarmið. Til að geta æft erfiðari snjóflóðaleit þarf að viðhafa vissan öryggis viðbúnað og aðstæður.

Til að mynda þarf að hafa lágmark sex manna hóp til að snjóflóðaleit sé bæði fagleg og áhættulaus. Sem flestir í téðum hóp þyrftu að hafa farið á klassískt snjóflóðanámskeið hjá björgunarsveit og bæði kunna notkun á Ýlum og Stöngum.

Slíkar aðstæður eru aðeins framkvæmanlegar þar sem allir mennskir þáttakendur hafa grunnþjálfun úr björgunarsveit. Af þessum sökum stillum við eingungis upp sem hættuminnstri leit í snjóflóði og á svæðum sem lítil hætta er á stórum snjóhengjum. Enda erum við áhugafólk en ekki björgunarsveitarfólk. Til dæmis er aðeins lítill hluti okkar fólks á jeppum.

 

This entry was posted in Hundaþjálfun. Bookmark the permalink.

About Guðjón E. Hreinberg

Alinn upp með hundum og hefur lært af færum hundamönnum hérlendis og á Írlandi. Hundahvíslari lætur ávallt hundana hafa síðasta orðið um hvaða aðferð henti best.

Comments are closed.