Efnisflokkur: Heilbrigði

Þessar greinar eru hugleiðingar úr reynslubankanum. Ekki er ætlunin hér að leggja mat á störf lækna eða gefa neinar yfirlýsingar um rétt eða rangt í heilsuvernd dýra né mataráróður.

Af naglasnyrtingum og klóklippingum

User comments

Var að klippa neglur (klær) í morgun. Er soldið montinn yfir hvað það gengur alltaf vel. Þegar ég tek klippurnar úr skúffunni setja þau sig flest í stellingar og ég get alltaf haldið klónni á milli tveggja fingra. Lykillinn að því að klippa klær, er Ljúfi að þakka, en honum var mjög illa við naglasnyrtingu þegar ég eignaðist hann. Við unnum saman í þessu, þar til hann var tilbúinn að … Lesa meira


Skottið sem hætti að dilla

Skottið sem hætti að dilla (endursögn eftir sögu C.C. Holland) Ef skottið á hundinum þínum hættir að dilla, láttu þér detta þetta í hug. Dag einn síðast sumar kom Lucky, lífsglaði og káti blendingurinn minn, heim úr langri lausagönguferð með manninum mínum án þess að vera kát eða glöð. Hún fór beint í bælið sitt og við töluðum um að hún væri ekki í æfingu, enda hafði hún farið í … Lesa meira


Hvað á ég að gefa hundinum mínum mikið að borða

Hvað á ég að gefa hundinum mínum mikið að borða til að mæta daglegri orkuþörf hans? Þó það virðist liggja í augum uppi eru samt ákveðnar kringumstæður sem verða til þess að stundum er erfitt að svara. Útivera, hitastig, hreyfing og vinna hafa öll áhrif á þá orku sem þarf en það er líka gífurlegur munur milli tegunda, stærðar, felds og gerð húðar, hreyfingar, á vaxtartima hvolpa og hvernig aðbúnaður … Lesa meira


Ormar og sjálfstætt fólk

img-coll-0822

Í kaupstað býr mikið af fólki með hunda sem veit hvernig hundurinn sinn er og ennfremur fólk sem treystir hundinum sínum og ekki síst fólk sem býr eitt heiminum. Þetta er fólkið sem sleppir hundinum sínum lausum út í garð. Margt af þessu fólki fer út með hundinn án taums eða arkar um svæði þar sem annað fólk er með dýr og hagar sér eins og heimurinn sé þeirra einka. … Lesa meira


Tennur og bein

img-coll-0752

Það er með hálfum hug sem ég skrifa þessa grein, því ég veit ekkert um tennur og bein, utan þess að bein eru stoðkerfi líkamans og tennur bryðja matinn og að þær þarf að bursta kvölds og morgna (mannfólk). Greinar mínar um heilbrigði fjalla þó ekki um vísindalega þekkingu heldur reynslu og hef ég  einhverja reynslu af tönnum og beinum. Þegar ég eignaðist minn fyrsta hund vissi ég ekkert um tannhirðu … Lesa meira


Fótasveppur og húðmein

img-coll-1620

Fyrst þegar upp kom fótasveppur í hópnum brá mér í kross. Enda er ég viðkvæmur þegar dýraheilbrigði er annars vegar og dálítill álfur út úr hól þegar kemur að ýmsum kvillum. Á ég þá við að ég hef ekki lesið mér mikið til um dýramein og dýraheilbrigði og kýs að treysta læknum frekar en eigin innsæi. Þetta er þó að slípast til. Ljúfur var fimm ára þegar hann fékk fótasvepp … Lesa meira


Blóðeyrað

img-coll-1046

Í júní sumarið 2012 fékk einn hunda minna blóðeyra. Ég hef aldrei verið duglegur að lesa mér til um dýraheilbrigði og ekki talið mig þurfa þess. Á Íslandi er mikið af dýralæknum og yfirleitt vel menntuðum svo það er stutt í góða þjónustu og ráðleggingar. Þjónusta dýraspítala er yfirleitt afbragðsgóð. Þá sjaldan að heyrist af slæmri þjónustu hefur við nánari rýni reynst um að ræða fyrirbæri sem nefnist „mannleg mistök.“ … Lesa meira