Vika á dauðadeild

Þegar hundur á Íslandi er fangaður fer hann á dýrahótel í viku. Eftir það má svæfa hundinn. Hér segir enginn neitt við þessu. Hér eru engin dýraathvörf. Hér er enginn sem stendur vörð um dýravelferð nema kannski ein rödd?

http://www.dw.de/romanian-stray-dog-law-draws-cries-of-overkill/a-17139201

Ég skelli til gamans inn tenglinum hér fyrir ofan. Í Rúmeníu eins og í víða í löndum við Svartahaf og Miðjarðarhaf er mikið af flækingshundum. Þeir valda oft ýmsu ónæði og fyrir fáeinum árum var þúsundum hunda í Grikklandi slátrað á stuttum tíma.

Ekki er langt síðan (sjá tengilinn) að drengur var drepinn af flækingshundi í Búkarest, höfuðborg Rúmeníu. Yfirvöld flýttu sér að setja þá lög sem leyfa svæfingu flækingshunda aðeins tveim vikum eftir föngun þeirra!

Áður mátti einungis svæfa flækingshunda ef þeir voru árásargjarnir eða haldnir ólæknandi sjúkdómi. Þar í landi og víðar er þessum nýju lögum harðlega mótmælt. Hvar erum við stödd í dýravelferð? Ekki erum við lengra komin en Rúmenar?

 

This entry was posted in Fréttir og molar. Bookmark the permalink.

About Guðjón E. Hreinberg

Alinn upp með hundum og hefur lært af færum hundamönnum hérlendis og á Írlandi. Hundahvíslari lætur ávallt hundana hafa síðasta orðið um hvaða aðferð henti best.

Comments are closed.