Ást

Hundurinn þinn elskar þig, aldrei máttu efast um það. Þú elskar hundinn þinn jafn mikið og þú elskar sjálfan þig. Þegar þér líður illa, og fyrir kemur að þér líður illa án þess að taka eftir því, mun hundinum bæði líða illa og kenna sjálfum sér um þína vanlíðan,.

Hundurinn mun reyna eins og hann getur að líkjast þínum innri manni. Sértu grimm sál, sama hversu vingjarnlegur þú ert við annað fólk, þá mun hundurinn þinn tileinka sér grimmlyndi.

Ef hundinum gengur illa að skilja þig, þá gefurðu honum óskýr skilaboð. Hundurinn  leggur alltaf hart að sér til að skilja þig. Ef hundurinn er óhlýðinn þá er öruggt að þú leikur sjaldan við hann.

Ef hundurinn þinn virðir þig ekki, þá er mjög líklegt að þú umgangist hann eins og barn.

Þegar þú reiðist hundinum, reiðistu honum jafn mikið og þú reiðist sjálfum þér. Lærðu að telja upp að tólf þegar þú reiðist.

Ef þú lítur á hundinn sem hluta af þér, og þig sem hluta af honum. Ef þú notar það sem grunn að skilningi á sál hans. Ef þú hefur hann með í öllu þínu lífi. Ef þú kennir honum einfaldar hundakúnstir og leyfir honum að kenna þér um ást og virðingu. Þá muntu aldrei verða einmana, aldrei efast um hver þú ert, og líf þitt mun aldrei skorta tilgang.

 

 

This entry was posted in Greinar. Bookmark the permalink.

About Guðjón E. Hreinberg

Alinn upp með hundum og hefur lært af færum hundamönnum hérlendis og á Írlandi. Hundahvíslari lætur ávallt hundana hafa síðasta orðið um hvaða aðferð henti best.

Comments are closed.