Efnisflokkur: Hundaþjálfun

Ýmislegt um hundaþjálfun frá sjónarhóli okkar starfsemi. Allur fróðleikur í þessum greinum er rituð sem sýn þess sem ritar hverja grein og þá sem innlegg í umræðu um hundaþjálfun, hvort sem það er okkar þjálfun eða annarra.

Hundamistökin

img-coll-0826

Mér hefur alltaf þótt snilldin áhugaverð. Sérstaklega hjá öllum hinum, en þó kannast ég vel við hana hjá sjálfum mér. Allir hundaeigendur vita best og kunna best. Enginn þeirra tekur tilsögn og enginn þeirra gerir mistök. Hver einasti hundamaður með reynslu veit nákvæmlega hvað er rétt, hvers vegna það er rétt, hvernig á að gera hluti og hvað á ekki að gera. Umfram allt veit hann hvað sé góða hundafólkið … Lesa meira


Vinnupróf eða vinnugleði

Sunna er efnaleitarhundur og var á umræddri æfingu.

Á æfingu gekk hundapar inn á svæðið sem var í útivist og vissi ekki af æfingunni. Þetta er þó ekki í frásögur færandi. Við völdum þetta æfingasvæði af tveim ástæðum, annars vegar því við ætluðum að æfa spor þennan dag (svo allir hundar voru í taumi) og hins vegar því við vildum æfa þar sem búast mætti við áreiti útivistarfólks. Hluti þess að æfa hunda er að kenna þeim að … Lesa meira


Víðavangsleit

220520101050

Víðavangsleit I. Markmið: Hundurinn lærir að finna týnda manneskju (fígúrant) í 15 til 300 metra radíus og láta foringja sinn vita (markera) og vísa á fígúrant. Víðavangsleit II. Markmið: Hundurinn víkkar út leitarsvæðið í allt að 500 metra radíus í leit að fígúrant, og markerar 1 til 3 manneskjur. Víðavangsleit III. Hér eftir þarf að viðhalda æfingum svo lengi sem hundurinn á að vera í formi. Markmið: Hundurinn leitar á … Lesa meira


Sporaleit

2009-09sept-007

Sporaleit samsvarar Spori I til III eins og hún er kennd hjá HRFÍ. Nokkur munur er þó á því hvernig við æfum spor miðað við aðra. Við notum nærri alltaf fígúrant við sporaleit og verðlaunum bæði með nammi og leit þegar fígúrant er fundinn. Algengt er að sporhundar séu æfðir án fígúrants t.d. geta menn lagt sín eigin spor fyrir hundinn og æft hann þannig í spori án þess að … Lesa meira


Snjóleit

080320122648

Við æfum ekki Snjóflóð heldur eingöngu Snjóleit. Það er ekki ósvipað víðavangsleit. Týndi maðurinn er falinn á svipaðan hátt nema hulinn í snjó eða snjósköflum. Er þetta fyrirtaks grunnur fyrir fólk sem stefnir á snjóflóðaleitir síðar. Hundar sem vilja fara æfa snjóflóð ættu að æfa með Björgunarsveit. Ástæðan er öryggissjónarmið. Til að geta æft erfiðari snjóflóðaleit þarf að viðhafa vissan öryggis viðbúnað og aðstæður. Til að mynda þarf að hafa … Lesa meira


Hverfaleit og rústaleit

230320122716

Hverfaleit með hundi  er æfð í iðnaðarhverfi og hundurinn hafður í Flexitaum allan tímann sem hann vinnur. Þegar hundurinn er langt kominn er öðru hvoru æft í íbúðahverfi. Rústaleit er í raun annað form á Hverfaleit og lagður grunnur að henni í sumum iðnaðarhverfum. Hundur sem hefur staðið sig vel í Hverfaleit klárar yfirleitt Rústaleit mjög vel. Sérstaklega ef hann er duglegur í víðavang. Við hefjum þessar æfingar oftast á … Lesa meira


Efnaleit

DSC01229

Efnaleit er í grunninn sú sama og æft er með fíkniefnahundum. Hundurinn er þjálfaður upp í að leita að tilteknum efnum og vísa á hvar þau séu falin. Við notum efni úr eldhúsinu og hver Efnaleitarhundur lærir á tvö til þrjú efni. Að öðru leyti er um samskonar vinnu að ræða og hjá fíkniefna-hundum, aðeins þarf að bæta við nýjum efnum. Þetta eru æfingar sem hægt er að stunda heima við en … Lesa meira


Almennt um þjálfun leitarhunda

2009-04apr-113

Sé stefnan sú að hundur fari í björgunarsveit síðar, væri æskilegt að hann sé innan við tveggja ára þegar hann byrjar þessar æfingar. Sé ætlunin að hann æfi einungis hjá Hundasport má hann vera eins gamall og hann vill. Þá er hæpið að hvolpur byrji fyrir sex mánaða aldur. Mikill fagmetnaður er í æfingum okkar enda miklar kröfur gerðar til leitarhunda og eigenda þeirra. Æfingahópurinn æfir eftir sömu kröfum og … Lesa meira


Almenn hugtök í hundaþjálfun

2008-07juli-017

Bondering Er sú tenging og traust sem myndast milli manns og hunds. Því sterkara bond því betri árangur í þjálfun. Fígúrant Lifandi manneskja sem notuð er í feluleik við hundinn. Séður fígúrant Sama og Fígúrant nema hundurinn sér hann áður en hann felur sig og þá hvar. Vinna hundsins felst því ekki í að finna hann heldur vísa á hann. Falinn fígúrant Fígúrant sem felur sig og bíður þess að … Lesa meira


Lotukerfið

080320122643

Til að gera þjálfun markvissa vinnur hver hundur í lotum. Hver lota er 12 æfingar og leiðbeinandi skrásetur þessar æfingar. Ekki er skylda að mæta vikulega, og dreifa má lotum á heilt ár. Hver lota kostar 6.500 kr. Þegar hundur byrjar í reglulegri þjálfun eignast hann vinnubók. Leiðbeinandi metur í byrjun hvar hundurinn er staddur – í samráði við eiganda hans. Hundinum eru sett markmið fyrir hverja lotu – aftur … Lesa meira


Æfingalotur

2008-08agust-022

Á vetrum Á vetrum er vikulegur æfingatími á hverjum sunnudegi kl. 13. Misjafnt er á vetrum – eftir veðri og vindum – hvort vikuæfingin sé innanbæjar eða utan. Enn fremur er leiðbeinandi tiltækur á hverjum miðvikudegi kl. 1900 fyrir þá sem vilja aukaæfingu. Sú æfing er ávallt innanbæjar og er þá styrkt fimi, hverfaleit, hlýðni, fimi og annað sem þykir viðeigandi fyrir hvern hund. Á sumrin Við æfum vikulega á … Lesa meira


Myrkraleit

Salka kemur úr skógarleit

Það er gott fyrir reyndari hundana að fá myrkravinnu og er hún ekki síður skemmtileg: að hundurinn verður að nota nef og eyru, bæði til að finna falda manninn (fígúrant) og síðan að finna foringja sinn í leitarsvæðinu. Myrkraleit er aðeins fyrir hunda sem hafa klárað fjórar lotur að lágmarki. Einnig reynir það á foringjan hundsins að hann sér ekki hvernig hundurinn er að vinna og neyðist því til að … Lesa meira


Hundanudd

Hvers vegna hundanudd? Það eru margar ástæður fyrir því að við vildum taka fyrstu skrefin í hundanuddi. Íþróttafólk þekkir vel það álag sem það er á sinar og vöðva að taka á sprett án upphitunar. Alls kyns kvillar geta komið upp í líkama sem reynir mikið á sig. Nudd er almennt séð best heppnaða aðferðin til að bæði laga kvilla sem koma upp hjá íþróttafólki og sem fyrirbyggjandi aðgerðir. Við … Lesa meira


Feluleikur við hund

2007-09sept-053

Það koma þessar einstöku stundir á æfingum sem gera þetta allt saman, enn skemmtilegra, og er þó skemmtilegt fyrir. Það er sérstök manngerð sem stundar svona þjálfun. Manngerð sem fílar að standa úti, í öllum veðrum, með öðru skrýtnu fólki, og horfa á hund finna týndan mann. Þegar leitarhundar fá þjálfun er aðeins einn hundur að vinna í senn, og allur hópurinn fylgist með hverjum hundi. Fyrir flesta er þetta … Lesa meira


Horft á lyktina

2008-10okt-033

Þegar hundur skoðar heiminn er það meira með nefi en augum. Þetta sést vel á gönguferðum, þegar hundur sér eitthvað áhugavert er trýnið rekið að hlutnum og þefað. Eitt af því sem þú lærir á æfingum er að sjá þegar hundur tekur lykt en það sést á viðbragði hans. Önnur leið sem er notuð til að sjá hvernig nefið stjórnar hundi er á þessa leið: Fáðu hundinn í smá boltaleik. … Lesa meira