Eigandinn er vandinn

Nokkuð ber á því að fólk losi sig við hunda af ýmsum ástæðum: Vegna ofnæmis, skilnaðar, eða hegðunarvandamála. Sumir hundar fá nýtt heimili, sumir fara á heimilaflakk, sumum er því miður lógað.

Reyndu að komast til botns í því hvert vandamálið er, og reyndu að vinna á því. Vandamál má yfirleitt laga með aga, og umhyggju. Oftast eru vandræðin eigendum að kenna, ekki hundinum.

Ef hundurinn hæfir ekki þinni fjölskyldu eða lífsstíl, lærðu að meðhöndla það. Farðu á hlýðninámskeið, lestu þér til um þjálfun og atferli. Lærðu að bindast og stjórna dýrinu.

Einnig er hægt að fá einkatíma hjá leiðbeinendum t.d. hjá Hundasport. Ef þú hefur fengið hundinn hjá ræktanda, talaðu við hann og fáðu ráð. Sumir taka aftur við hundum ef eigendur geta ekki haft þá og hjálpa þeim að finna nýtt heimili.

Ef þú átt blending, getur verið mun erfiðara að koma honum fyrir á nýju heimili. Mikið af blendingum fara því miður á heimilisflakk eða í dýradal. Hundar eru þó leyfðir í íbúðum á Íslandi sem eru með sérinngang og nýlega hafa reglur um samþykktir verið rýmkaðar til muna.

Lærðu um tegundina sem þú átt. Spjallaðu við aðra eigendur slíkra hunda. Farðu í hundahittinga í þínu bæjarfélagi eða hjá hundaklúbb.  Mörg hundavandamál hafa lagast við það eitt að hundurinn eignist hundavini í hittingum.

Það er alls ekki nauðsynlegt að losa sig við hundinn þó barn sé á leiðinni. Sagt er að börn sem fæðist á hundaheimili fái aldrei hundaofnæmi. Ef hann er vanur að vera heima á daginn, prófaðu þá að líta til hans í hádeginu.

Umfram allt: Líttu á vandamálið sem áskorun en ekki blindgötu. Hundurinn hefur tilfinningar og hann dreymir þegar hann sefur. Því betur sem þú skilur hann, því betri vinur verður hann.

 

This entry was posted in Greinar. Bookmark the permalink.

About Guðjón E. Hreinberg

Alinn upp með hundum og hefur lært af færum hundamönnum hérlendis og á Írlandi. Hundahvíslari lætur ávallt hundana hafa síðasta orðið um hvaða aðferð henti best.

Comments are closed.