Sameiginlegt áhugamál

Við Ljúfur erum að aka inn á æfingasvæði og hann byrjaður að ýlfra af tilhlökkun. Þess vegna er myndin hreyfð og sést í framtennur.

Ljúfur hefur æft leitaræfingar síðan haustið 2007. Salka hefur æft síðan í árslok 2008. Hann var tveggja ára þegar hann hóf æfingar og því var spáð að hann gæti aldrei orðið leitarhundur. Hann er því ósammála. Salka var rétt um hálfs árs þegar hún tók sína fyrstu æfingu.

Þau hafa prófað paraleitir, þar sem þau leita samtímis og skipta sjálf með sér svæði með góðum árangri.

Það kemur fyrir að fólk tekur smápásu frá æfingum, en sjaldan langar. Fólk sem æfir reglulega lítur á æfingar sem áhugamál en ekki skyldu. Ef fólki finnst mikið að gera í einkalífinu – eða upplifir mikið álag – er stundum gott að taka smápásu.

Framansögð regla merkir einnig að ég mæti á æfingu en geri lítið á henni. Stundum mæti ég til að vera með eða vera týndi kallinn. Ef þú æfir gleðilaust finnur hundurinn það og það hefur áhrif á hans framfarir. Taktu eftir að æfing er ekki það sama og mæting.

Ástæðan er sú að hundurinn er háður okkar gleði yfir hans frammistöðu. Að þessu sögðu hefur reynslan sýnt að hundur elskar æfingar. Hann elskar líka að fara í bíltúrinn og vera þáttakandi. Ég elska líka að fara í bíltúr og hitta skemmtilegt hundafólk.

Þarna kemur áhugamálið inn: Ég og hundurinn eigum sameiginlegt áhugamál, sem gerir okkur nánari, samrýmdari, og kennir okkur meira hvor um annnan.

Þegar þetta er ritað hefur Salka til að mynda ekki æft þrjár æfingar í röð. Því Ljúfur fékk að fara í staðinn. Hún sýnir þess ýmis merki að hún vill fara með næst. Hún færir mér dót oft á dag og minnir mig á leiki. Hún minnir mig á að ég hef ekki sinnt okkar sameiginlega áhugamáli.

 

 

This entry was posted in Fréttir og molar. Bookmark the permalink.

About Guðjón E. Hreinberg

Alinn upp með hundum og hefur lært af færum hundamönnum hérlendis og á Írlandi. Hundahvíslari lætur ávallt hundana hafa síðasta orðið um hvaða aðferð henti best.

Comments are closed.