Æfingalotur

Á vetrum

Á vetrum er vikulegur æfingatími á hverjum sunnudegi kl. 13. Misjafnt er á vetrum – eftir veðri og vindum – hvort vikuæfingin sé innanbæjar eða utan.

Enn fremur er leiðbeinandi tiltækur á hverjum miðvikudegi kl. 1900 fyrir þá sem vilja aukaæfingu. Sú æfing er ávallt innanbæjar og er þá styrkt fimi, hverfaleit, hlýðni, fimi og annað sem þykir viðeigandi fyrir hvern hund.

Á sumrin

Við æfum vikulega á sumrin, en ekki um helgar: Fólk þarf að komast í ferðalög. Vikulegur æfingatími á sumrin er því á virkum dögum kl 1900.  Sama fyrirkomulag er á æfingaboðun: Þáttakendur hafa samband við leiðbeinanda. Eins og allir vita er ekki alltaf æft á sama stað og mætingastaðir (hittingar) á misjöfnum stöðum.

Facebook

Við höfum hætt að nota Facebook til að tilkynna um næsta æfingastað. Þáttakendur hafa – eins og í gamla daga – samband við leiðbeinanda til að fá upplýsingar um næstu æfingu. Reynslan af þeirri aðferð hefur gefið góða raun.

Að nota Facebook til að eiga samskipti innan hópsins var áhugaverð tilraun en hún var ekki að gera sig. Við erum alveg nógu mikið í tölvu. Besta félagsmótunin og þekkingarmiðlunin fer fram á æfingum eða skyldum hittinum.

Lotur

Æfingar eru að venju ókeypis og verða áfram. Þó er í boði er að hundur vinni í 12 skipta lotum og kostar þá lotan 3.000 krónur. Í hverri lotu stefnir hundur að markmiði sem valið er í samráði við leiðbeinanda. Á hverri æfingu er skráð í æfingabók hvað hundurinn gerði á þeirri æfingu.

Í lok lotunnar er metið hvort – eða hvernig – hver hundur hafi náð sínu markmiði og honum gefin umsögn. Hver hundur byrjar þannig sína lotu á persónulegu nótunum. Þannig þurfa ekki allir hundar að vera í sömu lotu á sama tíma heldur er hver og einn í sínu eigin æfingaplani.

Fæstir af okkar reglulegu hundum vinna í lotum. Þær eru í boði fyrir þá sem stefna að markmið s.s. prófum eða viðurkenningu annarra vinnuhópa.

 

This entry was posted in Hundaþjálfun. Bookmark the permalink.

About Guðjón E. Hreinberg

Alinn upp með hundum og hefur lært af færum hundamönnum hérlendis og á Írlandi. Hundahvíslari lætur ávallt hundana hafa síðasta orðið um hvaða aðferð henti best.

Comments are closed.