Almennt um þjálfun leitarhunda

Sé stefnan sú að hundur fari í björgunarsveit síðar, væri æskilegt að hann sé innan við tveggja ára þegar hann byrjar þessar æfingar. Sé ætlunin að hann æfi einungis hjá Hundasport má hann vera eins gamall og hann vill. Þá er hæpið að hvolpur byrji fyrir sex mánaða aldur.

Mikill fagmetnaður er í æfingum okkar enda miklar kröfur gerðar til leitarhunda og eigenda þeirra. Æfingahópurinn æfir eftir sömu kröfum og gerðar eru í björgunarsveitum bæði hérlendis og erlendis.

Allir hundar geta verið með – án tillits til tegundar erða aldurs. Okkar hundar eru ekki viðurkenndir af Landsbjörg. Hundur sem þjálfar hjá okkur getur þó tekið sömu próf og hundar í björgunarsveitum.

Þeir sem stefna á útkallslista hjá Landsbjörg þurfa að æfa hjá Leitarhundum Landsbjargar(LSL) eða Björgunarhundasveit Íslands (BHSÍ) og hlýta þeirra reglum.  Í grunninn er þjálfunin sambærileg.

 

This entry was posted in Hundaþjálfun. Bookmark the permalink.

About Guðjón E. Hreinberg

Alinn upp með hundum og hefur lært af færum hundamönnum hérlendis og á Írlandi. Hundahvíslari lætur ávallt hundana hafa síðasta orðið um hvaða aðferð henti best.

Comments are closed.