Tag Archives: Virðing

Af hundasorg og menningarhegðun

img-coll-1653

Ég hef séð tík syrgja hvolpana sína, hvern og einn einasta. Ég hef séð tík fagna hvolpi tveim árum eftir að hún missti hann. Ég hef séð hund syrgja kött sem bjó á sama heimili og varð fyrir bíl. Hann hjálpaði til við að grafa hann, og það var fest á mynd. Ég hef oft séð hund fara til manneskju með hjartasár og sleikja þar sem hjartað er og síðan … Lesa meira


Um gæludýr sem jólagjöf

2008-09sep-002

Dýr á aldrei að gefa í gjöf á Jólunum Krúttlegur hvolpur birtist upp úr kassa með rauða slaufu og dillandi skott. Börnin æða á móti hvolpinum með opinn faðm og gleðin leynir sér ekki. Hvolpurinn situr alsæll og kyssir vanga hægri vinstri. Í kringum börnin liggja jólagjafir og pappírinn af þeim á víð og dreif um stofuna. Pabbi og mamma sitja í bakgrunninum, njóta gleði barnanna og brosa. Fullkomna jólagjöfin … Lesa meira


Ormar og sjálfstætt fólk

img-coll-0822

Í kaupstað býr mikið af fólki með hunda sem veit hvernig hundurinn sinn er og ennfremur fólk sem treystir hundinum sínum og ekki síst fólk sem býr eitt heiminum. Þetta er fólkið sem sleppir hundinum sínum lausum út í garð. Margt af þessu fólki fer út með hundinn án taums eða arkar um svæði þar sem annað fólk er með dýr og hagar sér eins og heimurinn sé þeirra einka. … Lesa meira


Átta sinnum fjórir

img-coll-1504

Fyrir tveim árum síðan átti ég í orðaskaki við mann. Hann stóð gleiður fyrir framan mig úti á miðri götu og segir „ég hef átt hund í tólf ár, ég veit vel hvernig þeir eru.“ Fimm mínútum fyrr hafði ársgömul tík losnað úr taum hjá mér. Hún hafði í ógáti smokkað af sér hálsbandinu eins og stundum gerist með hvolpa. Hún rauk að grindverki á garði þar sem var eldri … Lesa meira


Eigendasamningur hunds

HUNDASAMNINGUR

Við höfum gert uppkast að eigendasamningi hunds. Samningurinn er settur upp bæði í Acrobat (pdf) sniði og sem  mynd sem prenta má út. Gott er fyrir alla hundaeigendur hafa í huga þá þætti sem hér koma fram. Þegar við tökum að okkur hvolp eða hund er margt sem hafa þarf í huga. Hvert einasta dýr sem lifir á okkar ábyrgð á rétt á lágmarks umönnun og að gert sé ráð … Lesa meira


Hundamistökin

img-coll-0826

Mér hefur alltaf þótt snilldin áhugaverð. Sérstaklega hjá öllum hinum, en þó kannast ég vel við hana hjá sjálfum mér. Allir hundaeigendur vita best og kunna best. Enginn þeirra tekur tilsögn og enginn þeirra gerir mistök. Hver einasti hundamaður með reynslu veit nákvæmlega hvað er rétt, hvers vegna það er rétt, hvernig á að gera hluti og hvað á ekki að gera. Umfram allt veit hann hvað sé góða hundafólkið … Lesa meira


Hundaheilsubót

2009-08agu-053

Að vita af gæludýri á heimili hefur róandi áhrif á fólk. Hefur þetta verið mælt í ýmsum rannsóknum og hefur svipuð áhrif á alla aldurshópa. Smám saman færist í vöxt að fólk á hjúkrunar- og elliheimilum fái hunda og kisur í heimsókn. Slíkt hefur mælanleg áhrif á bata og batahraða. Einnig færist í vöxt tilfelli þar sem sálfræðingar nýta þessi áhrif fyrir fólk í samtalsmeðferðum. Þá hefur er því haldið … Lesa meira