Tag Archives: Tungumál

Samræður við hund er í báðar áttir

2009-08agu-054

Margur missir af því hvað það er að eiga samfélag við hunda því þeir eiga hunda. Flestir hundar liggja rólegir á uppáhalds fletjum sínum, eru teknir út að gera þarfir sínar þrisvar til fimm sinnum á dag, fá útivist vikulega og fá að vera vinalegir við gesti. Hundar sem æfa vinnu af því tagi sem við ástundum eignast allt aðra sýn á daglega tilveru. Þeir læra að fara með eiganda … Lesa meira


Tónfræði hópsins

birta-med-katu

Það er langt síðan ég átti einn hund og svo langt síðan að ég man varla lengur hvernig tilfinning það er. Þó kemur fyrir að ég sakna þess, en sjaldan lengur en sekúndubrot. Því ef ég myndi sakna þess í raun og veru myndi ég ekki vilja eiga þær persónur sem deila lífi mínu. Þvílík móðgun það væri þeim. Hvernig getur nokkur maður hugsað sér líf án hunds? Ég reyndi … Lesa meira


Hugsanir hunda

img-coll-1043

Þegar ég var krakki bjó ég í sveit hjá ömmu minni. Áður hef ég ritað um hvernig unglingsárunum var eytt í félagsskap Loppu frá því ég var tólf til átján. Ef ég var úti við var ég með henni við leik og störf. Það var mitt hlutverk að reka úr túnum og meðan amma hafði kýr sá ég um að reka þær í haga og sækja þær til mjalta. Amma … Lesa meira


Að lesa hund

img-coll-0821

Þegar ég eignaðist Kátu vissi ég ekki neitt. Ég var svo heppinn að búa að tvennu. Að hafa alist upp í sveit og lært að virða dýrin og að þekkja mann sem hafði þjálfað tvo hunda. Auk þess hafði ég umgengist um tíma tvær fjölskyldur á Írlandi sem þjálfuðu hunda markvisst, og lært margt af þeim. Ég áttaði mig fljótt á því að ég gæti lært margt af bókum og … Lesa meira