Tag Archives: Látbragð

Tónfræði hópsins

birta-med-katu

Það er langt síðan ég átti einn hund og svo langt síðan að ég man varla lengur hvernig tilfinning það er. Þó kemur fyrir að ég sakna þess, en sjaldan lengur en sekúndubrot. Því ef ég myndi sakna þess í raun og veru myndi ég ekki vilja eiga þær persónur sem deila lífi mínu. Þvílík móðgun það væri þeim. Hvernig getur nokkur maður hugsað sér líf án hunds? Ég reyndi … Lesa meira


Ég átti að hlusta

img-coll-0485

Fyrir þrem árum síðan sýndi Salka mér það hversu klár hún er og ég er reglulega minntur á það. Hún er klárasti leitarhundur sem ég hef þjálfað. Það er ótrúlegt hversu klár hún er sérstaklega ef miðað er við hversu þjálfun hennar hefur mætt afgangi. Hún fer á æfingar á margra vikna fresti og yfirleitt æfð pínulítið í hvert sinn. Fyrst ég á annað borð átti þennan hund þá var hún … Lesa meira


Að lesa hund

img-coll-0821

Þegar ég eignaðist Kátu vissi ég ekki neitt. Ég var svo heppinn að búa að tvennu. Að hafa alist upp í sveit og lært að virða dýrin og að þekkja mann sem hafði þjálfað tvo hunda. Auk þess hafði ég umgengist um tíma tvær fjölskyldur á Írlandi sem þjálfuðu hunda markvisst, og lært margt af þeim. Ég áttaði mig fljótt á því að ég gæti lært margt af bókum og … Lesa meira


Trú, Traust og Táknmál

Leitarhundur

Stóru stoðirnar þrjár í hundaþjálfun eru trú, traust og táknmál. Ef þú vilt fá hund þinn til einhvers, en trúir ekki að hann geti það – eða að þú getir framkallað það – þá mun það aldrei gerast. Sjálfur hef ég séð hund standa í stað, á vikulegum æfingum, í marga mánuði. Foringi hans stillti upp æfingu í hverri viku, með eitt markmið í huga. Eftir fjóra mánuði fattaði hundurinn … Lesa meira